Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Page 14
14
enn ósennilegra, að þeir Flosi, eða nokkur hluti liðsins, skyldi ekki
ríða yfir ána niðri á eyrunum og koma svo í fasið á Ingjaldi, þar
sem hann »reið ofan öðru megin árinnar«. Auk alls þessa liggur Vígi
svo lágt, að þaðan hefði aldrei orðið kastað spjóti upp á hábrún
hinumegin. Þar eru og hávaðar svo miklir, að ekkert mannamál
heyrist. — Ég hygg sönnu nær, að Flosi hafi fyrir löngu verið bú-
inn að gjöra sitt ráð og hafi ætlað sér hina vestari leið, hvernig sem
á stæði, en engum manni gjört það kunnugt fyr en eftir þennan
atburð.
All-líklegt er, að Ingjaldur hafi snemmendis verið búinn í ferð
þennan morgun og hafi ætlað njósnarferð suður í Hvolhrepp, t. d.
að Þórunúpi, eða á vettvang að Bergþórshvoli, en eftir fundinn hleypt
í skóginn1), vestur til Hofs, að frétta af Kára(?), og riðið svo þaðan
eftir honum allt upp til Þjórsár.
Það er skaði, að ekki er getið um heimili þeirra Bárðar og Geir-
mundar. Geirmundur kvaðst vera frændi Sigfússona. Honum var ekki
ókunnugt um Ingjald, er hann heyrði, »at hann myndi heima vera«.
— Það liggur ekki fjarri tilgátum, að Ingjaldur hafi sent þá í dular-
gervi til að fá sannar fréttir. Af svörum Ingjalds til Flosa má ráða,
að Ingjaldi hafi verið kunnugt um undankomu Kára, þótt sagan ekki
geti þess, með hverjum hætti fréttin hafði komið honum, — með þeim
Bárði, eða frá Hofi, eða með þeim Flosa; verður því allt óljósara. —
Þessu að eins slegið fram. — Vera má að Bárður hafi búið í námunda
við Bergþórshvol, og Kári sótt Bárð heim, þótt Geirmundur komist
svo að orði, að Bárður hafi fengið Kára hest sinn.
Ekki get ég heldur fallizt á, að Flosi hafi farið inn með Vatns-
dalsfjalli, um garð a Velli og Árgilsstöðum2), og yfir Fiská á Skútu-
vaði (Árb. Fornl.fél 1902, 7.—8.); enda er vegurinn þar um að Keld-
um hvorki betri né beinni en hinn, upp Krappann og yfir ána fyrir
ofan Haldfossa t. d. »
Að líkindum hefir Sigurður Vigfússon ekki komið að Rangá í
Tunguheiðinni eða skoðað árfarveginn þar og borið saman við Vígi
1) Þá hefir eflaust verið skógi vaxið beggja-megin árinnar. Enn má sjá
merki þess í Krappanum, í hinum miklu hömrum sunnan-í-móti, sem grasbítur
nær ekki til og er mönnum ílt til aðsóknar. Þar er svartaviður enn. 1. d. var
þar tekið á tvo hesta frá Reynifelli i nýtt húsþak eftir aldamótin (um 1905). En
norðan-megin Rangár eru hamrar minni og lægri, enda eru þar nú ekki nema
gráviði-hríslur á hér um bil 24 stöðum, og svo víriviður sunnar, vestast á Fjósa-
flöt og um allt Tungunes. Einnig smáhólmi í Vesturhaldi.
2) Árgilsstaðir munu vera einn af þeim bæjum, sem breytt hafa nafni.
Árið 1687 eru þeir nefndir Arngeirsstaðir (Sýslumannaæfir IV., 272, 602); söraul.
í Jb. Á. M. (1711), I., 228. Sjá Árb. Fornl.fél. 1923, 18-19.