Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Qupperneq 15

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Qupperneq 15
15 (sbr. Árb. 1888—92, 49). Ég hygg, að sama megi segja um Brynjúlf Jónsson, enda var þá vakin upp tilgátan um, að Holtsvað hefði verið á Fiská, og hugurinn hafði beinst austur, upp til Austurheiðar, sem varla þarf að efa, að verið hafi skógi vaxin fyrrum. Staðháttunum, þar sem síðasti bardaginn við Rangá varð, hefir Sigurður Vigfússon lýst vel og skilmerkilega. Mátti það ekki seinna vera, stöðulsins vegna (Árb. Fornl.fél. 1888—92, 50—52.). — Mjalta- staðir munu nú almennt nefndir kúastöðlar og kvíaból. Fjár- eða kvía-stöðull er og réttmæli, og ekki óþekkt nafn. »Fjárstöður« eru og algengt nafn nú. — Má og vera, að kýr hafi verið mjólkaðar niður- við ána, þar sem líklega ekkert vatnsból hefir verið heima, uppi á hárri brún, með móbergi undir. Niður-frá hefir verið hægra um vik með mjaltaþvott, fötur og annað. Aftur álít ég skýringar Sigurðar Vigfússonar á frásögninni um bardagann að Þorgeirsvaði þeim mun lakari, nefnilega að því leyti, að hann telur ferð Gunnars upp sunnan-megin Rangár og viðskifti þeirra austan-megin. — Þannig lítur Brynjúlfur Jónsson einnig á það. — Hefði Gunnar farið þá leið, kom ekki til mála, að hann hefði riðið þar niður að Þorgeirsvaði, — vaði, sem hann þá ekki fór yfir á. Fyrir austan það vað er ekkert vígi, og mun aldrei hafa verið þar nálægt; en á þeirri leið annars staðar hefði mátt finna vígi nokkur. Flosadalur í Þríhyrningi. Þríhyrningur hefir þrjú horn, einkum norðvestan að sjá, og þar hefir hann því liklega fengið fyrst nafn sitt. En í rauninni eru hornin fjögur; hið fjórða er austur-af því syðsta og sézt ekki þvert við hon- um; það má eins vel kalla öxl, jafnháa fjallinu og áfasta því að mið- horni. Þar á milli er Flosadalur. Dalbrekkur miklar eru á þrjá vegu. Lengd hans er heldur meiri en breiddin. Honum hallar fram að háls- inum, og hann er nógu stór til að hafa rúmað allt lið Flosa. Þótt dalurinn liggi hátt, hefir þurft sterka aðgæzlu á mönnum og hestum. Hefðu leitarmenn riðið frá vaði því á Fiská, sem Brynjúlfur Jónsson áleit vera Holtsvað, og yfir hálsinn undir og fram-af Flosadal, þá hefðu brennumenn að líkindum trauðla getað leynzt í dalnum. Troðn- ingalaust hafa þeir ekki þangað farið. Dalurinn er nú löngu blásinn, en þó með all-miklum grashnjót- um, sem eru í talsverðum vexti; er því gott kinda-kropp í honum, en ekki meira. Áður hefir hann verið grasi og ljósast hrísi vaxinn, en eins og margt annað hefir hann, og fjallið allt, blásið upp. Ég hefi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.