Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 19

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 19
19 hr.nn hafi riðið þann krók og haft með því móti ekkert vígi, en riðið frá þvi sem til var að Skútuvaði. Þegar Gunnar kom úr eyjum mun hann hafa riðið austur fyrir norðan Rangá, eins og sagan gefur í skyn: »ok kom þat ásamt, at þeir skyldi fara ofan til Rangár (frá Kirkjubæ) ok sitja þar fyrir honum«. — Á þeirri leið, norðan-megin Rangár, eru bæði hentugir og góðir staðir fyrirsátarmönnum með 24 hesta bundna. Hinn fyrsta tel ég við farveginn milli Halda; norðvestan-við vaðið á lænunni er all-mikil laut, grasi vaxin, sem gamall farvegur væri. Næsti er sunnan- við veginn i Vesturhaldi, í dölunum austan-við stóra hólinn. Þriðji er undir brúninni, vestan-við mynni Keldnalækjar. Fleiri staðir eru í Tunguheiðinni, og ekki sízt fyrir vestan Tungu. Þá er einn, — engan tel ég líklegri —, fyrir vestan mynni Stokkalækjar, í Hofslandi, undir Bergsnefi. Þessir staðir allir mega með réttu lagi teljast upp með Rangá. Það sem helzt kynni að mæla með þeim eystri, er, að þaðan er styttri leið að hleypa upp hjá þeim til vaðsins. Að öðru leyti færi ekki síður vel á því, að þetta hefði gerzt við Bergsnef, því að þeir riðu 12 frá Þríhyrningi ofan til Kirkjubæjar og þaðan aðrir 12 ofan til Rangár. Hjá Bergsnefi er haganlegt til fyrirsátar, hvort heldur er sunnan-undir þvi eða austan-undir, niður frá Akurgörðum, og sést nær ekki fyr en að er komið. Bergsnef liggur að læknum og Rangá (sem nýlega hefir hvarflað frá því). Klappirnar, sem vígi á nefinu, var þeim auðvelt að varna þeim Gunnari. »Þeir sá mennina við ána, — sjá, at þeir sitja, en hafa bundit hestana«. „»Hleypa skulu vit upp hjá þeim«, segir Gunnarr, »til vaðsins ok búast þar við«.“ Þetta, að þeir sátu með bundna hesta, var næg orsök til, að fyrirsátarmenn urðu síðbúnari en ella myndi og þeim Gunnari auðveldara að hleypa upp til vaðsins. Frá Bergsnefi mun álíka löng leið upp að Þorgeirs- vaði og frá Knafahólum að Gunnarssteini. Með því að fylgja söguþræðinum, á þann hátt sem nú var sagt, hlýtur hugurinn að beinast vestur. Verður þá líklegast með öllu, að Gunnar hafi átt heyverk á feðraeign sinni í Hrafntópta-eyjum. Þar er engi mikið að vöxtum og heyfall gott. Langa-langafi hans, eða með öðrum orðum föðurfaðir föðurmóður hans, Ketil hængur, »nam öll lönd á milli Þjórsár ok Markarfljóts-----ok var enn fyrsta vetr at Hrafntoptum« (Lnb.). Ekkert er ósennilegt í því, að eignin hafi á þeim tíma haldist í ættinní til vígs Þorgeirs Otkelssonar, rúma öld. Líti menn þannig á, verður það augljóst, að Mörður yrði »varr við, er Gunnar reið ofan í eyjar«, því að þá hlaut hann að fara við garð á Hofi, Stóra-Hofi, sem þá stóð á brúninni uppi (sbr. Árb. 1888—92, 50). Þá leggur leiðin sig sjálf, fyrir norðan ána, sem áður 2*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.