Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 22
Holtsvað, Holtavað, m. m.
Þeir Skúli og Vigfús Guðmundssynir hafa gjört vöð þessi að um-
talsefni, annar í Árbók Fornleifafélagsins 1927, hinn í Lesbók Morgun-
blaðsins, 30. tölubl. 1928. Svo skylt er með þessum greinum, að þær
hefðu mátt vera í sama ritinu.
Þá greinir á um vöðin, kap. 116 og 117, bls. 267—8, og kap.
131, bls. 313, Njála 1844, prentuð í Viðey eftir útgáfu í Kaupmanna-
höfn frá 1772'), sem ég einnig hefi til samanburðar.
Ég ætla mér ekki að taka upp ályktanir þeirra, eða fara út í rit
annara þess efnis, sem að engu eru heilli; greinar þær verður hver
að lesa eftir vild og leita í huga sínum að sannanalíkum.
Ég sá þriðji má ekki láta undan draga að benda á þriðja stað-
inn, þar sem mér hefir legið huga næst um Holts- og Holta-vað; verða
svo aðrir að dæma, hver okkar fer næst vöðunum.
Tökum fyrst alþingisreið Flosa út frá Ossabæ, kap. 116.; ég vil
hefja gang á eftir honum út að Holtavaði, en útúrkróka verð ég að fara
til að vekja upp aðrar og meiri athuganir, þó það lengi málið.
Bæjarrúst var mikil sunnan-megin Affalls, nokkuð austar en miðja
vega frá Kanastöðum að Vomúlastöðum, sem kölluð var gamli Ossa-
bær. Úr þeim rústum var tekið grjót heim að KanastöÓum, og lík-
legt á fleiri bæi. Til þess staðar hefir grjótið, eftir útliti þess, verið
flutt lengst innan-úr Fljótshlíð og úr Dímon (Rauðuskriðum, kap. 92).
Það er einstakur, hamrabundinn fjallstindur, toppgróinn og mjög fag-
ur, langt austur á svæði Markarfljóts, og hafði fljótið smámsaman rót-
tætt öllu skrúði sem lengst umhverfis hann. Síðan blásið og sand-
kafið stór svæði enn lenyra út frá honum, og þar með ónýtt merki,
svo sem götur til fornra staða, er sannað gátu tilveru þeirra.
1) Vegna orðabreytinga i nýrri útgáfu Njálu, 1894, vissi ég Jón í Hlíðar-
endakoti og fleiri fróða menn grama i huga, að raskað væri um meginatriði,
rýrt álit sögunnar; og geta mætti til, að dauft sé orðið letrið á elztu skinnhand-
ritum Njálu, svo að eigi verði fullyrt um mismun Holts og Holta; eða hver gat
fundið hvöt hjá sér til að gjöra tvö vöð ur einu? Ég held mér við eldri og
fullkomnari útgáfuna.