Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 24
24 Einskis farartálma er getið hjá Oddkeli í Kirkjubæ, þegar hann hleypti fyrir ráð fram upp til Fljótshlíðaí, og reið á Gunnar þar sem hann var að sá korni, kap. 53, bls. 122. Hvort leiti geta borið á milli þeirra, annað en vaxinn gróður eða smá-fallbríkur, þekki ég ekki, eða þetta hefir aðborið í svo fljótri svipan, að hvárgi sæji annan, eins og frá er skýrt. Engir Þverár-bakkar, enginn alfaravegur, einungis akrar, móar og mýrar, sunnan með allri Fljótshlíð. Nú skulum við finna Flosa þar sem hann er kominn að Rangá, stiginn af baki og áir hestum sínum. Flosi sendi orð Ingjaldi á Keldum, að hann kæmi til hans, kap. 116; ekki treyst honum full- komlega, án nýrrar vakningar. Ingjaldur brá við strax til mótsins við 15. mann. Að Mörður Valgarðsson hafi riðið þarna móts við Flosa og boðið honum sína þingreið, bls. 269, gat vel átt sér stað, en þó hygg ég síður; Mörður hefir verið albúinn til þingfarar og ætlað sér náttstað sem næst Flosa. Styttra en að Rangá gat Flosi varla farið frá Ossabæ; hvergi frjálst til áninga á þeirri leið; honum var horfin sýn til bæjarins og skap hans gengið í stellur, og þarna var sá ákjósanlegasti áfanga- staður, loðnar vallendis-breiður og nes báðum megin við ána, og margþættar krossgötur. Þarna vil ég kenna Holtsvað. Þarna á nesinu sunnan ár er Hestaþingshóll, upphár og fagur mjög, svo lengi sem nokkuð er eftir af honum; allur meginhluti hans er kominn í Rangá; lýsir hann sér þannig, að verið hafi stór hóll eða holt. Sunnan á honum var slétt og snarbrött vallendistorfa, er náði upp á hött, með þykkum moldarbökkum, sem sífelt voru að blása og brotna niður. Að norðan var hár blásvartur móbergshamar og hækkaði hóllinn allur, sem lengra náði norður. Mikið hefir eyðst af honum síðan ég man fyrst; þá var áin um mörg ár fast við hann og gróf undan honum á sama hátt og Markarfljót hefir leikið Fljóts- hlíðina, sem margir þekkja. Enginn getur sagt útlit hans í tíð Njáls, sæti hans er sléttur aur og árfarvegir. Trúað gæti ég að Árholt og Dufþaksholt hefðu þá ekki tekið koll hans, þó minni væri hann ummáls. í minni tíð var nes þetta kallað Norðurnes, aðrir Bakkavallanes, sem nú er eyðijörð. Þá var tekinn mór úr svo-kölluðum Vallarkrók á austurbökkum þess, og tók áin leifarnar vetrarlangt. Á þessu fagra nesi er haft fyrir satt að verið hafi hesta-at þeirra Gunnars og Starkað- arsona, kap. 59, bls. 136, og má hóllinn bera nafn sitt af því. Við Holtsvað stefndu þeir Kári og Mörður saman liði, kap. 131, bls. 313. Ég hefi sagt afstöðu mína til vaðsins, hversu sem sætir með

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.