Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Qupperneq 25
25
Holtsnafnið, en svo sýnist mér annað tveggja, að hóllinn hafi verið
kallaður holt áður en hann fékk heitið af hesta-atinu, eða holtið breytst
í hól þegar af því fór að ganga og líkara varð hól en holti, og að
í þessu liggi, að vaðið hefir týnzt.
Nú tekur Flosi sig upp og ríður sem leið liggur út-yfir Rangár-
velli til Holtavaðs, býr um sig og bíður manna sinna.
Þá er fyrst að ræða um veginn. Tvennar götur liggja samhliða,
báðar sem næst í hánorður; þær vestari stefna um Gunnarsholt, bein-
asta leið; hinar eru vestan-til á Spámannsstaðaholti, sem er allstórt
og óblásið, vestan-við lækinn suðvestur af Reyðarvatni. Þessar götur
gátu verið eina leið báðar til Holtavaðs, en lágu og nær stefnu til
Þjórsádals og fjallbæja í námunda við Heklu.
Austan fram með vegi þessum er stórfengleg breyting á orðin.
Bærinn Reyðarvatn stóð fyrir austan Iækinn til 1926, á mjög fögrum
stað; stór hvammur, Sauðahvammur, og snarbrött brún skammt bak-
við bæinn; var þá eigi að eins mjólkurpeningur látinn liggja þar á
sumrum, heldur smalað geldfé þegar á leið, til að auka grasvöxtinn. —
Tjörn stór var fyrir framan hlaðvarpann, er hét Reyðarvatn, og hefir
bærinn nafn sitt af því. Margar uppsprettulindir komu undan túninu
og féllu í vatnið, en úr þvi rann ós í aðallækinn sunnan-við túnfót-
inn. Við ósinn stóð vatnsmylna, sem malaði rúg og bankabygg. Skemmti-
bátur var á vatninu og mátti róa og sigla til mylnunnar. Þangað var
mín fyrsta bátsferð, vorið 1861, og man ég allan umbúnað. Frá austur-
jaðri túnsins var heiðarbrún, er lá til suður-Iandsuðurs; undir henni langa
leið var gríðardjúpt stöðuvatn, gult á lit og hét Goltjörn. — Fjöldi
smálækja, fossandi úr brúninni, bunuðu i tjörnina, en úr henni rann
læna vestur í aðallækinn. Lengst í landsuður þaðan voru fyrstu upp-
tök lækjarins og hét Hraunlæksbotn. Þar skifti löndum Keldna,
Reyðarvatns og Stokkalækjar. Hann kom fossandi upp í Hraunnefi,
laust við landnorðurhorn norðustu, áföstu, öldunnar af Stokkalækjar-
hólum. Yfir upptökum hans var hraunpallur, og á honum einstigis-
gata og ofan í skarðið milli hraunsins og öldunnar, en grasflötur var
ofan í geilinni austur með öldunum, kallaður Kippingsdalir (kippa á
greiðari vegum). Þetta var kirkjugata Reyðarvatns- og Gunnarsholts-
sóknarmanna að Keldum. Norðanmegin botnsins var sama hraunbrún-
in, há og mishæðótt, en gatan fyrir neðan í stórgrýttu urðarhrauni,
allt frá Litla-Reyðarvatni, og varð að lesta sig í því eina krókótta
götu, sem ekki varð af brugðið. Fossinn mjallhvítur féll niður í djúpa
þröng milli hraunsins og öldunnar og rann þeirra í milli í hávestur,
en snarbeygði við enda hraunsins og með því í hánorður, vestan-
undir Kóngshól, sem var stór og konunglegur, norðvestast í hraun-