Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Síða 25

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Síða 25
25 Holtsnafnið, en svo sýnist mér annað tveggja, að hóllinn hafi verið kallaður holt áður en hann fékk heitið af hesta-atinu, eða holtið breytst í hól þegar af því fór að ganga og líkara varð hól en holti, og að í þessu liggi, að vaðið hefir týnzt. Nú tekur Flosi sig upp og ríður sem leið liggur út-yfir Rangár- velli til Holtavaðs, býr um sig og bíður manna sinna. Þá er fyrst að ræða um veginn. Tvennar götur liggja samhliða, báðar sem næst í hánorður; þær vestari stefna um Gunnarsholt, bein- asta leið; hinar eru vestan-til á Spámannsstaðaholti, sem er allstórt og óblásið, vestan-við lækinn suðvestur af Reyðarvatni. Þessar götur gátu verið eina leið báðar til Holtavaðs, en lágu og nær stefnu til Þjórsádals og fjallbæja í námunda við Heklu. Austan fram með vegi þessum er stórfengleg breyting á orðin. Bærinn Reyðarvatn stóð fyrir austan Iækinn til 1926, á mjög fögrum stað; stór hvammur, Sauðahvammur, og snarbrött brún skammt bak- við bæinn; var þá eigi að eins mjólkurpeningur látinn liggja þar á sumrum, heldur smalað geldfé þegar á leið, til að auka grasvöxtinn. — Tjörn stór var fyrir framan hlaðvarpann, er hét Reyðarvatn, og hefir bærinn nafn sitt af því. Margar uppsprettulindir komu undan túninu og féllu í vatnið, en úr þvi rann ós í aðallækinn sunnan-við túnfót- inn. Við ósinn stóð vatnsmylna, sem malaði rúg og bankabygg. Skemmti- bátur var á vatninu og mátti róa og sigla til mylnunnar. Þangað var mín fyrsta bátsferð, vorið 1861, og man ég allan umbúnað. Frá austur- jaðri túnsins var heiðarbrún, er lá til suður-Iandsuðurs; undir henni langa leið var gríðardjúpt stöðuvatn, gult á lit og hét Goltjörn. — Fjöldi smálækja, fossandi úr brúninni, bunuðu i tjörnina, en úr henni rann læna vestur í aðallækinn. Lengst í landsuður þaðan voru fyrstu upp- tök lækjarins og hét Hraunlæksbotn. Þar skifti löndum Keldna, Reyðarvatns og Stokkalækjar. Hann kom fossandi upp í Hraunnefi, laust við landnorðurhorn norðustu, áföstu, öldunnar af Stokkalækjar- hólum. Yfir upptökum hans var hraunpallur, og á honum einstigis- gata og ofan í skarðið milli hraunsins og öldunnar, en grasflötur var ofan í geilinni austur með öldunum, kallaður Kippingsdalir (kippa á greiðari vegum). Þetta var kirkjugata Reyðarvatns- og Gunnarsholts- sóknarmanna að Keldum. Norðanmegin botnsins var sama hraunbrún- in, há og mishæðótt, en gatan fyrir neðan í stórgrýttu urðarhrauni, allt frá Litla-Reyðarvatni, og varð að lesta sig í því eina krókótta götu, sem ekki varð af brugðið. Fossinn mjallhvítur féll niður í djúpa þröng milli hraunsins og öldunnar og rann þeirra í milli í hávestur, en snarbeygði við enda hraunsins og með því í hánorður, vestan- undir Kóngshól, sem var stór og konunglegur, norðvestast í hraun-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.