Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Qupperneq 27
27
alþaktir gráviðarlaufi. Var þá örskammt austar Tröllaskógur, hvar
Önundur bjó; það er framan-í stórri malaröldu og er engin slík þar
nærlendis; þar hafði kirkja verið og mátti sjá nokkur mannabein til
merkis um það.
Allt þetta heiðarland hefir gjörblásið í mold og hraun síðan 1881,
svo að hvergi sá gras eftir, ég held ekki fingurgóms díll. Frá Knafa-
hólum framundir Keldur, háhraunið fram á brún, út að Hraunlæk, var
gróðurlaus apall, en hefir fyllst af sandi við blásturinn ofan frá. Yfir
það var ruddur vegur frá Knafahólum að Keldum.
Þetta kann nú að virðast all-langir útúrkrókar, en þó vil ég
bæta við. Ég var að reiða hey af engjum heim að Keldum, að 46 ár-
um síðan. Norðanveður var stíft daginn áður og hélzt enn. Mér varð
litið til hliðar undan veðrinu, og sá skýrar götur í mósvartri mold-
inni jafnar og beinar. Ég fór af baki og taldi göturnar, 21 á fjögra
faðma svæði, en yfir þeim var þá fyrir tveim árum algróinn vallendis-
flötur, meira en meter hátt yfir gatnamótin. Vindstaðan var alveg
eftir götunum og skóf úr þeim niður á troðningana. Þær höfðu geymst
þarna í leirþéttri moldinni, neðar en í miðju jarðlaginu á fastan aur.
Strax rann á göturnar þegar dró úr veðrinu og hefi ég hvergi séð
svona, nema í þetta sinn; en Kári sneri sér betur að þeim í annað
skifti og tók þær allar til grunna, að hvergi sæji. Þetta var vestan-
fram af Nónholti, vestan glærunnar áður-sögðu, hvar nú er hrúaldur
af sandi og margir melkollar, sömu göturnar og liggja á Spámanns-
staðaholti. Til allra þessara gatna má sjá á Hofsvelli. Gegnum mel-
kollana á sama stað og göturnar voru, er nú kirkjuvegurinn, sem ég
gat um hér að framan, og beygir hann þaðan austur Öldur og mætir
hinum hjá Kirkjuhól.
Svo ég hverfi aftur ofan í nesið og litist þar betur um. Þaðan
gerist margt til frásagnar. Landi hallar að á alla vegu og myndast
þarna stór dalur, lengst frá bæjum, á landamærum mikilla jarða, og
sjónhvarfi öllum megin að; samt rúmt og frjálslegt og á miðpunkti
héraðsins, þarna var tilvalinn samkomustaður, og eins hentugt til án-
ingar.
Fiská kemur austan-að, úr löngu gljúfri, sem nær inn að Skútu-
fossi; upptök hennar eru norðvestan í Rauðnefsstaðafjalli; í Njáls-tíð
myndi það geta kallazt, að hún kæmi ið nyrðra úr Þríhyrningsháls-
um; og rennur hún fast með öllum hálsinum suður undir Þríhyrning,
þá losnar um hana með öllu fjallinu og að Vatnsfelli, síðan er hún í
einni skorðu fast undir því, að áður sögðum Skútufossi. Milli hennar
og Rangár var kallað Hólmslönd einu nafni og er nokkur partur þeirra
kallað Hólmur, í Hólminum, Reynifellshólmur. Þar eru kvistrunnar og