Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 36
36
Móeiðarhvoli og norður af Bergvaði, bær síðar byggður, nú í eyði,
og yrkt frá honum, bæði til slægju og beitar. Má sjá þar móta
fyrir árfarveg fram með hábrúninni, og hólmurinn þá með nesinu
umgirtur Eystri-Rangá; og gömul sögn er, að Lambhagi ^), norðanmegin,
vildi eiga hlutdeild í hólminum eftir að áin féll öll þarmegin. Þarna
gátu verið ágætis-engjar, mýri og vallendi utan með, og hvergi stað-
ur samkvæmari sögunni. Annað er heimaland suðvestur af bænum,
við mynni Rangár, kallað Móeiðarhvols-tangi. Það er líkast sem móti
þar fyrir farvegi eftir Rangá austur-á-við, en tanginn verið sem ey
í ármynninu, og tók eystri állinn Þverá hjá ósavaðinu, til viðbótar
sunnanmegin hennar. Þarna var eins líklegt til slægna.
Þessir gamalþornuðu farvegir verða svo grónir og grunnir þar
sem vötnin hverfa frá, og grafa sig niður, að margir hinir kunnugustu
veita þeim enga eftirtekt. Nú er löngum ferjað yfir Þverá frá Fróð-
holtshjáleigu á þessum stað, bæði í þennan tanga Hvolhrepps-megin,
og í Oddhólstanga Rangárvalla-megin.
Þennan veg, hálsana, hafa þeir riðið, Skarphéðinn og Högni, þeg-
ar þeir guldu það snarræði, að fara fyrst að Odda, svo undir Þrí-
hyrning sömu nóttina, síðast að Hofi, kap. 79, bls. 179—80. Þessi
krókaleið þykir mörgum ótrúleg, en eins og það er víst, að enginn
er öðrum sjálfur, er það einnig víst, að þeir einir hafa gjörst vitað,
hvernig veiðin bærist bezt í hendur þeim. Má-ske talið sér áhættu-
minna og fljótunnara í Odda, þar sem voru minni ribbaldar, en lítt
á þá fundið, þó Mörður biði dagsbirtunnar; talið sér alls kostar við
hann að eiga, óviðbúinn.
Þetta gátu þeir riðið frá Hlíðarenda að Odda á hálfum þriðja
klukkutíma, og þaðan undir Þríhyrning á hálfum öðrum klukkutíma;
seinast að Hofi, bakleiðis, á einum klukkutíma, og mátti þeim vel
endast nóttin til þessara verka. Ég gjöri ráð fyrir, að þeir ríði sem
næst 8 kílómetra á hálftíma, og má það heita vel riðið, en engin
gapareið1 2).
1) Undan rofbakka, örskammt fyrir austan túnið (ekki vestan) í Lambhaga, blés
frá dysi að nokkrum árum síðan, sem í var mannsbein, hests- og hunds-bein, og
óljósar leifar af sverði. Hestsbeinin höfðu verið standandi. Þetta var sagt Brynj-
úlfi Jónssyni fornfræðingi. Síðar fann ég þarna einn mannsjaxl og færði hann
á Þjóðminjasafníð.
2) Ég hefi tvisvar léð hest, sem var riðið 8 kilómetra á 20 mínútum, á
ólögðum vegi.
Þorgils frá Rauðnefsstöðum reið heim frá Reykjavik einhesta á hálfum
sólarhring, og báðir jafnhraustir á eftir. Þetta er nærri 6 kílómetrar á hálftíma;
þar í tvær ferjur, og hvíldir. Þá lagði honum einhver í munn (jafnvel Grímur