Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Qupperneq 38
38
megin, sem eru milli vaðanna og ná upp fyrir GunnarsvaðJ). Ingjaldur
hvarf þeim í skóginn; sá skógur hefir verið fyrir norðan veginn milli
ár og Keldnalækjar, og hefir Rangá átt upptök að blástri á þeim stað.
Ég vil meina að slíkir skógar á breiðu láglendi hafi verið grann-
vaxnir á þeim tíma. Hin miklu skóglönd, sem tíðrætt er um, voru
eydd löngu, löngu fyrir landnám. Það eru stóru lurkarnir í árbökk-
um og mógröfum, sem villa mörgum sýn, langt neðar en yfirborð
jarðlagsins var á landnámsárum; en smákjarr og fjalldrapi var sem
allt landið logaði í, á meðan það var óbælt og óbitið.
Að Flosi hafi farið lengra upp-með ánni, til að finna Ingjald, tel ég
alveg ómögulegt. Allt frá Sellæknum og upp-með svo-kölluðum Teits-
vötnum er afar-ógreitt reiðfæri; því fremur sem skógurinn var, og
áin síðan í djúpum þrengslum allt upp-undir Gunnarsstein, hvergi fær.
Einvígi, sem kallað er á þessari leið, er auðsjáanlega ekki í nokkru
sambandi við vopnaskifti þeirra Ingjaldar. Þetta er slípaður hraunás;
bendir í strauminn á fossiðu niður í árbotni; þur þegar áin er lítil,
og er fátt til ólíkara. Þaðan skammt innar eru Orustuhólar, tveir
keilimyndaðir, grónir í topp fram á 19. öld, og er stutt frá þeim
að Gunnarssteini, hvar dysin eru Sandgils-feðga og annara, er
þar voru vegnir; þau voru tvö, bæði samfeld, með töluverðum beina-
leifum er ég fyrst man, og ýkja háir rofbakkar allt um kring, sem
var samfellt graslendi alla leið milli Keldna og Árbæjar í tíð föður
míns, og gatan á milli dysanna, sem þá voru öllum hulin.
í þessu sambandi get ég varla leitt hjá mér, að geta um ferð
Höskuldar Njálssonar, þegar hann vitjaði bús síns að Holti, og reið
um garð á Sámstöðum, kap. 98, bls. 230. Sennilega hefir hann farið
beinustu leið frá Bergþórshvoli. Þaðan gaf varla vel greiðan veg.
Affallsbakkar þarmegin ekki góðir, í krókum og úrleiðis; það austasta,
sem hann gat farið, var frá Affallinu um Berjanes, — þar sem Tyrfingur
bjó; eyddist af sandfoki; var skammt austar en nú er bærinn, — og gat
hann þá hafa riðið um hjá nafna sínum við goðorðsstefnu i Hvítanesi;
en hvar sem hann hefir um Landeyjar farið, læt ég hann ríða yfir
þjóðveginn, þar síðar var Hemlusandur, sunnan við Lambey, og beint
upp að Sámstöðum; hlíðin var þar lang styzt og allgreitt þegar upp
var komið. Lýtingur sat fyrir Höskuldi norður frá garði, í gröf nokkurri,
líklega í dæld, þar allskammt inni á heiðunum, og vil ég meðkenna,
að Sigurður Vigfússon fer þar rétt með, eins og hans var vandi,
þegar aðrir ekki villtu hann, og að Holt og Vatnsdalur hafi þá verið
2) Ég man gríðarstóran karl, Þorstein frá Árgilsstöðum, er heyrði talað
um Þorsteins-bakka á eyri við ána, en týndur var bakkinn, og ber eyrin, þegar
hann kom i nágrennið.