Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 49

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 49
49 nú er eftir af Reyðarvatnslandi — en að líkindum hefir áður fylgt Kirkjubæ, — því það er fyrir neðan Reyðarvatn og Hróarslæk. Eilifur í Litla Odda (e.), hafði oddann allan milli Hróarslækjar og ytri Rangár, upp að Reyðarvatni og Víkingslæk. Auk Litla Odda, — sem staðið hefir norðan við Hróarslæk (Selalæk), milli bæjanna Varmadals og Selalækjar — hafa þar verið upp með læknum: Gröf, Grafarbakki, Ketilhúshagi, Gunnarsholt, Kornbrekkur og Brekkur (allar í eyði), en upp með ánni: Gauksstaðir (nú Gaddstaðir), byggðir úr Litla-Odda, Helluvað, Grákollustaðir (e.), Geldingalækir báðir, Heiði og býli tvö frá síðustu öldum: Þingskálar og Kaldbak. Þar fyrir ofan tók við land Björns i Svínhaga og deildi Víkings- lækur löndum þeirra bræðranna. Þar bættust síðar við þessi býli: Bolholt, Víkingslækur, Steinkross, Dagverðarnes, Ketilsstaðir (4 í eyði) og Ketilsstaðakot. Takmörk þessa lands eru að vísu ekki svo glögg eða viss að sunnanverðu, sem á öðrum stöðum. Og líklega ótakmarkað upp til fjallanna, þar til Þórunn kom og Þórsteinn tjaldstœðingur í Skarð ið eystra1). Land þeirra virðist hafa tekið yfir Næfurholt, Hauka- dal, Selsund, Skarð og Tjaldastaði. Miðsvæðis, upp frá Reyðarvatni og Stokkalæk, að eystri Rangá allt til fjalla, var bújörð Kols í Sandgili (e.). Tók hún yfir Keldnaland með hjálendum, Árbæ (e.), Foss, Tröllaskóg, Litlaskóg og Melakot (3 síðustu gjöreyddar). Loks hafði Hrólfur rauðskeggr »Hólmslönd öll«, milli eystri Rangár og Fiskár, þ. e. Rauðnefsstaði — sem þá hét Fors, Þorleifsstaði, Hrappsstaði (e.) og Reynifell2). Er nú svo upp talið, að enginn »bjór« liggur ónuminn í sveit þess- ari. Og höfundar Landnámabókar (sem hér um slóðir verða að vera Ari fróði, Sæmundur fróði, Skálhyltingar og Haukdælir í sameiningu) voru vissulega kunnugri, skarpskygnari og vandvirkari en svo, að þeir fleygðu Flosa ofan á landnám annara. Og þar sem handrit höf- undanna eru fyrir langa-löngu glötuð, má öllum ljóst vera, að hér er komin meinleg villa í Landnámu — þennan fágæta dýrgrip í bók- 1) Það hefir staðið sunnan-undir Selsundsfjalli, og eyðilagzt að fullu fyrir miðja 15. öld. Hraun runnið frá Heklu yfir bæjarstæðið 1436 (eða 1483?) og mestan hluta túns og haga. Líkast að Ketilsstaðir og Tjaldastaðir hafi sætt sömu örlögum. 2) Verið getur að Reynifell, sem nú er norðan-undir fellsendanum (Reynifells- öldu) hafi, áður blés, staðið undir suðurendanum, þar sem Brynjúlfur Jónsson gat til að Holt hefði verið, og nokkur merki sjást til byggðaleifa (Árb. Fornl.fél. 1896, 32 og 1892, 47). Annaðhvort þarna eða á Hrappsstöðum, hlýtur að hafa verið bær Starkaðar »undir Þríhyrningi*. — Varla báðir byggðir á Njáls dögum. Þá hefðu brennumenn hvorki komist að norðan né sunnan austur fyrir Þríhyrning, nálægt fjallinu, til þess að komast upp, án þess að sjást frá öðrum hvorum bæn- um. Sama gildir um Þorleifsstaði að norðanverðu og Vatnsdal að sunnan. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.