Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 51
51
hefir verið sagt, þá sýnist mér það nægja til þess, að hér þurfi að
leiðrétta Landnámu1).
En nú vill lika svo vel til, að eitt handrit a. m. k. af Landnámu
gefur um þetta ekki aðeins góðar bendingar, heldur sannar það
sæmilega. Þar er skýrt frá kvonfangi goðans i Rangárþingi, sonar Hrafns
heimska: »Jörundur fekk Þuríðar, dóttur Þorbjarnar ens gaulverska«
(systur Flosa) »ok var brúðkaup þeirra í Skarfanesi at Flosa, er öll
lönd átti milli Þjórsár ok Engár« (Ln. 1925, bls. 12). Hér er Flosi
auðsjáanlega kominn á sinn rétta landnámsstað. En þó hafa í þess-
um fáu orðum mislesist fyrstu stafirnir í árnafninu: »Engár« fyrir
Rangár (»r-gar« ?) — óbreytt r og e eru oft lík í gömlum handritum).
Ekki þekki ég nokkur líkindi til þess, að Skarðslækur væri þá kalÞ
aður Engá. En hefði svo verið, gat alls ekki verið rétt, að tala um
»öll lönd«, er Flosi átti »millum Þjórsár og Engár«, því að þar á
milli — fyrir ofan Skarðsfjall, og samkvæmt áðursögðu — verður
lítið annað talið en lönd tveggja minni háttar eyðibýla: Eskiholts og
Yrja. Þvi síður getur þetta átt við um Skarfaneslæk. Og er þá hvorki
annar lækur né á nær Þjórsá en Rangá ytri.
Liklegt er, að Flosi hafi komið út síðla, þó ekki síðast á land-
námsárunum, og numið öll lönd milli Þjórsár og Rangár, um þvert
Land fyrir austan Skarðsfjall og upp móts við Búrfell, inn undir Rang-
árbotna. Getur þá vel staðist, að Þorsteinn tjaldstæðingr »nam land
at ráði Flosa . . . út til móts við Svínhaga-Björn«. Þeir hafa orðið
nágrannar, þó að langt væri milli bæjanna, þar sem Ytri-Rangá hefir
skift löndum þeirra að ofanverðu. Þórunnarhálsar munu þó vera nær
ánni. En landnám þeirra Þorsteins og Þórunnar sýnist vera eitt og
sama í byrjun. Er það líka eðlilegast, þar sem þau voru náskyld og
komu út saman. V. G.
1) Áríðandi er að i hinni nýju vönduðu útgáfu Landnámu »verði allir slíkir
vafastaðir teknir til athugunar*, og leiðréttir eftir þvi sem rök liggja til.
4*