Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Page 57

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Page 57
57 þama bendir manni á staðinn, þar sem þetta líka er eini staðurinn á dalnum, sem heíir tindalandslag *). Þegar ég er aö skrifa þetta veiti ég því eftirtekt, að Hafragil það, sem nefnt er í Hvolskirkju-máldaga um 1500 sem landamerkja- gil á Svínadal (Fornbréfasafnið, 3. bindi, bls. 71), er sama gilið og nú heitir Njálsgil. Er það skammt fyrir neðan Hvolsselið, en hinum megin í dalnum, og fer þá samkvæmt orðum Sigurðar Vigfússonar: »að auðvitað sé það nálægt hvað öðru, sem dragi nafn af hinu sama«. í nefndum Hvolsmáldaga stendur: »Svínadal að eign frá Hafragili til Rjettargils, fyrir austan fram, en allan vestan fram. Þaðan jafn geingt ofan til Volafalls. En í landamerkjaskrá Hvols frá 1884 stendur: »Svínadal að eign frá Njálsgili til Réttargils austan fram, en frá Hrafnagili ofan til Volafalls vestan fram«. Réttar- gil og Hrafnagil eru hvort andspænis öðru, rétt sunnanvert við Mjósundin. Það er auðséð, að hér er átt við sama gilið, — merkin milli Bessatungu og Hvolseignar, áður nefnt Hafragil, nú Njálsgil. Er þetta líka eina gilið, sem um getur verið að ræða á téðum jarða- merkjum. Hitt, að Hvolskirkja hafi átt Svínadal suður að Hafragili hinu syðra, getur ekki átt sér stað, því að ekki hefðu þeir Gunnar Jónsson í Sælingsdalstungu, Loftur Ormsson á Staðarhóli og Pétur sonur hans1 2) sleppt slíku landi undan Sælingsdalstungn, og hvernig er það þá komið aftur undir Tunguna úr eign Hvolskirkju? Það virðist því vafalaust, að tvö hafa Hafragilin verið á dalnum, sé rétt farið með nafnið í máldaganum. Mér væri næst að halda, að þegar Bessi sat í Bessatungu myndi hann hafa reynt að ná dalnum til Mjósunda undir jörðina, hefði dal- urinn þá verið óbyggður afréttur eða ónuminn. Loks ætti að gjöra sér grein fyrir því, hvort líklegt sé, að Þor- kell hafi verið í hrossaleit suður undir Hafragili, ef bær hans hefði staðið vestan Mjósunda. Veturinn 1002—1003 virðist ekki hafa verið frostharður, því að Hvammsfjörður, — sem leggur langt út í frostavetrum og ís liggur á innan-til fram yfir sumarmál, — er nú auður í páskavikunni (28. marz til 10. apríl) fyrir Hjarðarholts landi, því að Hjarðhyltingar eltu þá Þórhöllusyni á ferju Ólafs. Kjartan ríður vestur Hvammsdalsheiði 1) Hvolssel er sunnanvert við »Selhólana«. Vestanvert við þá eru sagðar rústir gamlar. Er ekki útilokað að Hafratindar hefðu staðið þar. 2) Þessir þrir menn voru eigendur Sælingsdalstungu frá þvi Helgi Gutt- ormsson, sá er lét taka vitnisburðinn um að Svínadalur lægi undir Sælings- dalstungu, og Úlfrún kona hans deyr, til þess að nefndur Hvolsmáldagi er skrifaður.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.