Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Page 61
61
(26—27), sem renna rétt hjá Skörðum. Allar þessar ár koma austan-
úr heiði, og eftir að þær hafa runnið í Kvíslina heitir hún Mýrarkvisl
(28) og rennur hún í Laxá.
Hér eftir tek ég fyrir hverja jörð í Hverfinu, og tel upp þau ör-
nefni, sem finnast í landareign hennar. Girðing liggur suður brúnirnar
austan-við sveitina og er talið heimaland neðan við hana. Hefi ég
tekið þau örnefni, sem eru innan þeirrar girðingar, en mun svo lýsa
hinum sérstaklega, sem austan-við eru.
I. Skarðaland
nær út að girðingu, sem er á Hálsinum sunnan-til og nær niður í
Mýrakvísl. —
í túninu er hóll, rétt norðan-við bæinn, sem heitir Ófeigur (28);
þar á Ófeigur Járngerðarson að vera heygður, en ekki er sjáanlegt
að grafið hafi verið í hólinn. — Sunnan- og austan-við bæinn er
kirkju- eða bænhús-stæði og sézt fyrir kirkjugarði. — í suðvestur-
horni túnsins er Mylnuhóll (29); þar er nú ekki mylna lengur.
Svæðið utan- og neðan-við Skörð, sunnan-frá Skarðagróf, neðan-
frá Kvísl og upp að gamla Mýrarvegi (30) heitir Skarðahrís (31). Á
því svæði eru þessi örnefni: Lág (sem kerruvegurinnn liggur eftir
á parti), skammt frá girðingunni, heitir Króklág (32). — Hrísakot (33)
er fornt eyðibýli, niður-undir Kvíslinni; þar sézt fyrir túngarði og tóttar-
brotum. Skarðagerði (34) er annað eyðibýli sunnar og ofar; þar eru
nú beitarhús og hafa verið lengi.
Systrahóll (35) er rétt neðan-við túngarðinn í Skörðum og á hon-
um tvær vörður, er heita Systur (36); utan-við þær er Grœnalág (37).
Niður-af Systrahól er Kjálkahóll (38) og suður- (eða suðvestur-) af
honum er Iítil hnúta, er nefnist Draugur (39). Ósar (40) heita þar
sem Skarðagrófin rennur í Kvíslina.
Skarðahálsinn er nú varðaður frá Saltvík og fram í Skörð. Stór
varða á halli einu rétt utan-við Skörð heitir Eldbera (41); við hana
átti að hafa sézt haugaeldur eða vafurlogi. Rétt utan-við túngarðinn
er Jóhönnuholt (42) og Smáhóll (43) utar og austar.
Hamarbrekkur (44) ganga suður, ofanvert við hálsinn; þær eru
töluvert háar á parti. Vestan-undir þeim er Hamarbrekknalaut (45).
Suður-af endanum á Hamarbrekkunum er Tungusporður (46) og
Tungusporðsás (47). Háiás (48) er upp-við girðingu á merkjum milli
Einarsstaða og Skarða. — Ofan- (og utan-) við túnið er Dagmálabunga
(49), töluverð, bungumynduð mýri. Þar suður- og upp-af eru þrjú holt,
er heita: Þorkelsholt (50), Melholt (51) og Steinaborg (52). Sunnan-
við þau er mýri: Hallgrímsbunga (53).