Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 62
62
Engið í Skörðum liggur aðallega sunnan- og neðan-við bæinn;
er það mest mýrar, en þó mólendi töluvert syðst. — Neðan-við vörzlu-
garð, er liggur suður og upp frá bænum, heitir Auðkunnaenni (54),
allstór mýrafláki. Utan-til um það rennur Litlagróf (55). Tvö holt eru
sunnan-við túngirðinguna, er heita Grásteinsholt (56) og Sigurjónsholt
(57), og tættur eru neðan-við túngarðinn, er heita Borgarhús (58), og
Nónholt (59) er þar sunnar og neðar.
Þrír hólar eru sunnan-til í enginu og heita Ferðamannahólar
(60), og rétt utan-við þá er Bolagróf (61), og skammt frá er Heygarðs-
holt (62). — Neðan-við engið er Holtaásinn (63) og svo Nónás (64)
og Nónmýri (65); úr henni yzt skerst sund, sem heitir Votasund (66).
Breiður mýrafláki þar neðan-við heitir Ósamýri, og holtarani þar út
frá Ósatá (68).
Laxamýrarleiti (60) heitir hæð milli Skarða og Laxamýrar (þar
sem fyrst sézt til bæjarins), og Steinkur (70) heita vörður tvær á
»hálsinum« skammt vestan-við veginn.
II. Örnefni i Einarsstaðalandi.
Einarsstaðir voru byggðir í Skarðalandi upphaflega; voru þeir í
eyði um langan tíma, en byggðust aftur seint á öldinni, sem leið.
Skammt ofan-við bæinn sér fyrir gömlum garði, sem nefnist
Efri-garður (71), og liggur hann beint suður mýrarnar í Skógaá, og
er bithagi talinn ofan-við hann. Þessi garður er talið að nái utan frá
Máná á Tjörnesi og upp í Mývatnssveit og sér víða fyrir honum á
þeirri leið. — Upp-með gilinu ofan-við bæinn taka við holt; heitir
það neðsta Neðra-Agnholt (72). Var þar egnt fyrir tófur og þær veiddar
í boga. Um og eftir miðja 19. öld var mikil mergð af þeim hér og
veiddust þá um 20 tófur þarna einn vetur. Utar og ofar í gilinu er
Efra-Agnholt (73) og voru tófur veiddar þar líka. Stóra-Sandhœð (74)
heitir lengra upp með gilinu, og Litla-Sandhœð (75) er þar skammt
sunnan-við og Illa-Sandhœð (76) skammt frá. Grýluhóll (77) er austur
af sandhæðunum utan-við botnagilið. — Slakkar (78) heita neðan-
við Háaásinn, sem fyr er nefndur, og merkin eru á milli Einarsstaða
og Skarða, og Mósalaut (79) er þar neðar á merkjunum. Strákur (80)
heitir varða á Háaásnum. Út og austur-af bænum er Kúaholt (81);
strákur, sem var á Einarsstöðum, hafði þann starfa á hendi, að reka
og sækja kýrnar; reið hann þá stundum á þeim, en fór af baki við
holt þetta, til þess að ekki sæjist, til hans frá bænum. Háahnúta (82)
heitir ofan við móinn. Sunnan við Neðra-Agnholt er Fífuholt (83). —
Reiðholt (84) heitir litlu utar og ofar; við það er tjörn eða síki með
stör í og heitir Flesja (85), og uppi á höllunum þar fyrir ofan er