Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 62

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 62
62 Engið í Skörðum liggur aðallega sunnan- og neðan-við bæinn; er það mest mýrar, en þó mólendi töluvert syðst. — Neðan-við vörzlu- garð, er liggur suður og upp frá bænum, heitir Auðkunnaenni (54), allstór mýrafláki. Utan-til um það rennur Litlagróf (55). Tvö holt eru sunnan-við túngirðinguna, er heita Grásteinsholt (56) og Sigurjónsholt (57), og tættur eru neðan-við túngarðinn, er heita Borgarhús (58), og Nónholt (59) er þar sunnar og neðar. Þrír hólar eru sunnan-til í enginu og heita Ferðamannahólar (60), og rétt utan-við þá er Bolagróf (61), og skammt frá er Heygarðs- holt (62). — Neðan-við engið er Holtaásinn (63) og svo Nónás (64) og Nónmýri (65); úr henni yzt skerst sund, sem heitir Votasund (66). Breiður mýrafláki þar neðan-við heitir Ósamýri, og holtarani þar út frá Ósatá (68). Laxamýrarleiti (60) heitir hæð milli Skarða og Laxamýrar (þar sem fyrst sézt til bæjarins), og Steinkur (70) heita vörður tvær á »hálsinum« skammt vestan-við veginn. II. Örnefni i Einarsstaðalandi. Einarsstaðir voru byggðir í Skarðalandi upphaflega; voru þeir í eyði um langan tíma, en byggðust aftur seint á öldinni, sem leið. Skammt ofan-við bæinn sér fyrir gömlum garði, sem nefnist Efri-garður (71), og liggur hann beint suður mýrarnar í Skógaá, og er bithagi talinn ofan-við hann. Þessi garður er talið að nái utan frá Máná á Tjörnesi og upp í Mývatnssveit og sér víða fyrir honum á þeirri leið. — Upp-með gilinu ofan-við bæinn taka við holt; heitir það neðsta Neðra-Agnholt (72). Var þar egnt fyrir tófur og þær veiddar í boga. Um og eftir miðja 19. öld var mikil mergð af þeim hér og veiddust þá um 20 tófur þarna einn vetur. Utar og ofar í gilinu er Efra-Agnholt (73) og voru tófur veiddar þar líka. Stóra-Sandhœð (74) heitir lengra upp með gilinu, og Litla-Sandhœð (75) er þar skammt sunnan-við og Illa-Sandhœð (76) skammt frá. Grýluhóll (77) er austur af sandhæðunum utan-við botnagilið. — Slakkar (78) heita neðan- við Háaásinn, sem fyr er nefndur, og merkin eru á milli Einarsstaða og Skarða, og Mósalaut (79) er þar neðar á merkjunum. Strákur (80) heitir varða á Háaásnum. Út og austur-af bænum er Kúaholt (81); strákur, sem var á Einarsstöðum, hafði þann starfa á hendi, að reka og sækja kýrnar; reið hann þá stundum á þeim, en fór af baki við holt þetta, til þess að ekki sæjist, til hans frá bænum. Háahnúta (82) heitir ofan við móinn. Sunnan við Neðra-Agnholt er Fífuholt (83). — Reiðholt (84) heitir litlu utar og ofar; við það er tjörn eða síki með stör í og heitir Flesja (85), og uppi á höllunum þar fyrir ofan er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.