Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 63

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 63
63 Gráisteinn (86); Djúpalág (87) heitir sunnan- og ofan-við Flesjuna, og og neðan-við hana tvær tjarnir. Sú ytri heitir Skálhyrnutjörn (88). Systralág (89) er þar ofan-við og í henni sprettur Þröngulækur (90); rennur hann í bæjarlækinn vestan-undir holti, er heitir Vörðuholt (91). Sunnan-við Þröngulækinn er Ytri-Þrönguhóll (92) og þar sunnan-við Syðri-Þrönguhóll (93). Þröngur heitir þar sem Skógaáin fellur niður milli þessara hóla og Stöplanna að sunnan. Fyrir neðan gamla garðinn, sem fyr er nefndur, suður við skóg- ana, eru Fossabrekkur (95), Fossabrekkuholt (96) og Fossabrekku- hvammur (97) eða öðru nafni Drápuhvammur (98); er hann nefndur svo af því, að þar fenntu milli 50 og 60 ær til dauðs að haustlagi fyrir mörgum árum síðan. Nokkru ofan-við garðinn er einstakt holt í mýrinni, er heitir Einbúi (99), og Lœkjamót (100) þar ofan-við. — Sunnan-við Einarsstaða-bæinn er Geitakofaholt (101) og þar rétt hjá er lækur, er nefnist Brunnhúslækur (102); var þangað sótt neyzlu- vatn úr Einarsstöðum fyrrum. — Bæiarholt (103) heitir þar sem bær- inn stendur. Engið er aðallega suður- og niður-frá bænum; eru það mýrar- sund og móar grasi vaxnir. — Syðstu partarnir af mýrunum (við skóg- ana) heita Toddar (104) og syðsta sundið Votasund (105). — Kúa- ker (106) tjarnarpollar með stör þar rétt neðan-við. Neðan-við vaðið á Skógánni er Heygarðsholt (107) og neðan-við það Langaruna (108) (mörg holt í röð). — Út-við Einarsstaðagrófina að sunnanverðu er Baðskinshóll (109); töluvert hár og melar uppi á honum, en viði vax- inn að sunnan. Utan-við grófina eiga Einarsstaðir engjastykki; í því er Geithóll (110) (út af Baðskinshólnum) og Grafarhóll (111) suð- vestur-af honum (viði vaxinn). Utan undir Geithól er Sigguhvammur (112); eftir honum rennur lækur. Suðvestur af Grafarhól eru kölluð Nef (113) meðfram ánni. Utan- og ofan-við Löngurunu, á vetrarveginum, liggur Illalœkjar- hallið (114) og nær út á móts við Sniðurpollagrófina (115) og niður í gegnum það syðst rennur Illilækur (116), sem kemur ofan úr Gemlingasundi (117), sem er þar skammt ofan-við. — Ófœruholt (118) heitir grasi vaxinn hóll, neðan-við Bæjarholtið, og Tjaldhóll (119) er vestan-undir Baðskinshólnum við Einarsstaðagrófina. III.—IV. Örnefni í Skóga- og Dýjakots-landi. Skógar er næsti bær sunnan-við Einarsstaði. Eins og nafnið bendir til, munu hafa verið þar fyrrum skógar, en þeir eru nú gjör- samlega horfnir. Dýjakot heitir bær sunnan- og ofan-við Skóga og var leigður

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.