Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 69

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 69
69 byggðir út úr heimajörðinni á síðustu öld og liggja túnin saman. Þar sem sá bær stendur er sagt að áður hafi verið fjárhús, er Nón- hús (293) hafi heitið. í túninu sjálfu eru þessi örnefni: Dagsláttur (294), vestasti hluti túnsins; sýnast þær hafa verið hlutaðar sundur með görðum. Þær hafa sjálfsagt verið slegnar af sóknarmönnum, þegar hálfkirkja (eða hænahús) var á Reykjum, eins og segir í Jarðabók Árna Magnús- sonar og Páls Vídalíns. Gíslabrot (295) hét áður tóftarbrot sunnan-til á »dagsláttunum«, en nú er búið að slétta yfir það. Götuhús (296) heitir tún út við garðinn og Sigmundarhús (297) annað suður á túninu. Fyrir vestan túnið yzt er Kvíaból (298), og Kviamgri (299) þar vestan-við. — Út frá Kvíabóli, nokkuð úti í mónum, er melhóll, sem Álfhóll (300) heitir; utan-við hann liggur melur þvert austur og vest- ur: Langimelur (301). Vestan-við þessa mela og móinn er Reykja- flóinn (302); hann er blautur víða og ófært um hann með hesta. Syðst í honum er Flóakjaftur (303); vík, er gengur nokkuð suður-eftir. Vestan-við Flóann er Flóásinn, eins og áður er getið. Vestan-við hann er Litlasund (304), suður-af Vestari-Flóanum; vestan-við það er Kjóhólasundsás (305) og vestan-við hann Kjóhólasund (306). Yzt í þeim er Kjóhóll (307). Suður- og vestur-af honum er sveigur all- stór við Kvíslina og heitir hann Stóri-Krókur (308); þar skammt sunnan-við er all-hátt barð við hana, er nefnist Bótarbarð (309). Suð- austur-af því eru Bótarfletir (310), graslendisfláki all-stór, en þó smá- þýfður. Suður-af þeim er djúp hvylft í móana; heitir hún Stóra- lág (311). Vestan-við bæinn Litlu-Reyki, örskammt, er Gráalaut (312) í mónum. Rétt austan-við hana er Kofaásinn (313); nær hann tæplega suður á móts við hveri. Vestan-við hann er Þormóðsmýri (314), stór að ummáli og slegin sumstaðar; út frá henni gengur Lœkjardalur (315) og vestan-við hann er Stekkjarás (316); nær hann alveg út að Flóanum. í hann nær því miðjan er skarð dálítið: Miðaftansskarð (317). Nokkuð vestan-við Stekkjarásinn er töluvert stórt fell, er nær suður á móts við Þormóðsmýri syðst og út undir Bótarfleti; heitir það Hrakholt (318); hæð gengur austur úr því syðst, er heitir Litla- Hrakholt (319), og er hitt því oft nefnt Stóra-Hrakholt til aðgreiningar. Utan-til í Hrakholtinu er mýrarsund, er Fellssund (320) heitir; (er ekki ólíklegt að nafnið á ásnum hafi verið »fell« en ekki »holt«). Yzt á Fellssundi er Fellssundshali (321). Vestan í Hrakholti sunnar- lega er Loddavaðslág (322), og rétt neðan-við hana er vað á Kvísl- inni, er nefnist Loddavað (323). — Ef til vill er þetta eitthvert ein-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.