Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 70
70
kennilegasta örnefnið hér um slóðir og torskildast. Hefi ég spurt eina
þrjá menn hér nálægt, færa í málfræði, og hefir sín útskýringin verið
hjá hverjum þeirra. Einna sennilegust, að mér fannst, var sú, að
»loddi« væri sama og ferðamaður (að fornu máli)1) og að orðið þýddi því
Ferðamannavað, og Ferðamannagötur (324) heita göturnar, sem að
því liggja. — Annars læt ég aðra færari menn dæma um það, hva5
þetta örnefni þýðir, eins og önnur fleiri, sem torskilin eru.
Nokkru utar en þetta er svo Hústóft (325) og Hústóftarlág (326);
neðst við hana er krókur á Kvíslinni og pollur all-djúpur; heitir hann
Krókhylur (327). Utan-við hann nokkuð er Kvíslin lygn á all-löngum
parti og heitir þar Langalygna (328). — Kvíslarnes (329) heitir tangi
eða svæði vestan-við Hústóftina.
Suður frá Reykjatúninu, með fram ánni, er Þvottahversmór (330),
ágætt engi, því að volgu vatni er veitt á hann úr Helgánni; í henni,
rétt neðan-við móinn, er Þvottahverinn. Stiflugarður (331) heitir
gamall garður við ána, rétt fyrir sunnan; þar var áin stífluð fyrir
nokkrum árum og veitt á engið sunnan-við. Sunnan-við hann er Vestur-
mýri (332) og nær hún suður að Grafarlœk (333), sem er á móts við
hverina. Sunnan-við hann eru Grafarlækjarenni (334) og vestur-af
þeim er Langaholt (335), vestan-við hluta af Þormóðsmýri, er nær þang-
að suður. Eru þá upptalin örnefni vestan-við ána; er það oftast nefnt
Vesturland (336), sá hluti landsins, sem þar er.
Neðan-við túngarðsendann ytri er Fjárvað (337) á Helgánni.
Utan- og austan-við það er Fjárvaðsholt (338). Beint upp-af vaðinu
er í fjallinu Syðra-Fjárgil (339), og nokkru utar Ytra-Fjárgil (340);
efst við Syðra-Fjárgilið er Skjóllág (341), milli tveggja holta. Gamall
garður liggur suður-eftir fjallinu neðan-til og er nefndur Þvergarður
(342); er það talið áframhald af garði, sem á að ná upp i Mývatns-
sveit, (sbr. nr. 71). — Rétt ofan-við hann, í miðju fjallinu, er Litli-
melur (343), en neðan við hann, beint á móti bænum, er Gegnis-
lœkur (344). — Sunnan- og neðan-við hann eru Höll (345), og neðan-
við þau eru Langholt (346).
Upp-af Litlamel ofarlega er Dagmálagróf (347), og uppi á brún-
inni er Ytri- og Syðri-Dagmálavarða (348—349) og stutt á milli
þeirra. Sunnan- og neðan-við Bogavörðurnar, neðan-í brúninni, eru
Guludý (350). — Sunnan-við Litlamel er Flekksgróf (351); nær alla
leið ofan-frá brún og niður á mýri. — Nokkru sunnar er Fosslækur
(352), og milli þeirra (grófarinnar og Fosslæks) eru Melhólalágar
1) Þýðir víst lika örn að fornu máli, en ólíklegra þykir mér að nafnið sé
af því dregið.