Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 71

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 71
71 (353) á víð og dreif, og á milli þeirra eru Melhólar (354). Upp-af þeim, alveg upp undir brún, eru Töðufletir (355), grasi vaxnir hjallar. Sunnan-við þá er Dimmagil (356); nær það ofan af brún og niður að hverunum. Sunan-við það, nærri því efst (við krókinn), er Dimma- gilshnúta (357), en utan-við það neðan-til (út og upp af hverunum) eru Geirar (358). Engi Stóru-Reykja er aðallega sunnan- og austan-við ána; þar heitir Flekkur (359), slétt engjastykki, og ofan-við Þvottahverinn er á mýrinni Hádegisholt (360). Suður með ánni, rétt utan-við stíflugarð- inn, er Brúnsmór (361), en uppi undir fjallsrótunum er Svikahjalli (362), líklega nefndur svo vegna »hætta«, sem á honum eru fyrir sauðfé. Rétt utan- og ofan-við hann er Illilcekur (363), nefndur svo fyrir það sama og hjallinn. Út-við Flekksgrófina er nefnt Aðhald (364); hefir þar verið hlaðinn veggur og kreppt að fé á grófarbarminum. í Helgánni sunnarlega, skammt utan-við Strútshverinn, var pollur er Náðargat (365) hét. Sunnan- og neðan-við Stóru-Reykjabæinn var vað, sem Kýrvað (366) hét, og úti i ánni, niður frá Álfhól, er Hrossa- pollur (367); skammt þaðan utan-við er Bótarvað (368), og rétt utan- við það er við ána að vestanverðu tóftarbrot, er nefnist Gvendar- stekkur (369). IX. Örnefni á engi Garðræktarfélags Reykhverfinga, neðan-við hverina og út-af þeim, eru þessi: Sigmundarpartur (370) hét áður yzta stykkið af enginu (suður- og upp-af gamla stíflugarðinum). Litlu-Reykjapartur (371) hét rétt utan- við Yztahverslœk (372); það er nú innan girðingarinnar mestallt. Sunnan-við lækinn (milli hans og Uxahverslœks) (373) heitir Vota- tunga (374); á hana er veitt volgu vatni úr hverunum og sprettui' hún afbragðsvel. Oft orðin hvanngræn, þegar mýrarnar í kring eru enn gráar og gróðurlitlar. Sunnan-við hana er Litlatunga (375), (sprett- líka ágætlega) og þar sunnan-við Stekkjartunga (376), og vestan- og sunnan-við hana rennur Syðstahverslcekur (377). Hveravöllur (378) hét áður slétt, aflíðandi grund á milli Yzta- og Uxa-hvers; nú er búið að plægja hana upp að mestu og gjöra að jarðeplagörðum. En viðarmóa, sem voru milli Uxahvers og Syðstahvers, er búið að bylta um og gjöra að graslendi. — Árið 1918 var reist nýbýli við hver- ina og býr þar framkvæmdastjóri Garðræktarfélags Reykhverfinga; heitir það Hveravellir og stendur við Yztahverinn. Er það hitað upp með gufu úr hverunum, sem leidd er inn í húsið í stein- steyptu ræsi.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.