Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 72

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 72
72 X. Örnefni í Brekknakotslandi. Bærinn Brekknakot hét áður Brekkur og er nefndur í fornum skjölum, frá 14. öld. Síðan hefir bæjarnafnið breyzt í þá mynd, sem nafnið hefir nú. í suðvestur frá bænum, handan við mýraflóa, sem liggja með- fram fjallinu, er allhár ás og heitir Nónás (379). Yfir hann miðjan liggur gamall merkjagarður milii Brekknakots og Klambrasels (og eru merkin þar enn). Vestan-við Nónás hefst ás, sem nær til norðurs, aust- an-við Kvíslina, út að svonefndri Lambalág (380), sem liggur í aust- ur og vestur — gegnum hann. Ásinn er nefndur Beitarhúsaás (381) því á honum eru beitarhúsatættur. En þar sem þær standa, var áð- ur fyrri býli, er hét Skálholt (382), en er fyrir löngu komið í eyði; sér þó fyrir túngarði. Austan við tætturnar er Beitarhúsatjörn, (383); þornar hún oft á sumrin. Skammt norðaustur-frá henni er í móunum kringlóttur hóll, sem nefnist Spóahóll (384). — Mjótt mýrarsund, með vatnsgrafningum norðan-til, er þar litlu austar, nefnt Litlasund (385). — Samhliða því, austar, er annað meira sund og heitir Breiðasund (386). En holtið milli þessara sunda er Litlaholt (387). — Til suðurs frá Breiðasundi (rétt norðan við Nónásinn) er holt einstakt, er heitir Nónholt (388). Holt það, sem er austan við Breiðasund, heitir Viðarholt (389), nær það nokkuð langt norður-eftir, og út að syðri enda Þormóðsmýrar. Skammt þar norðan-við er Þvergróf (390), á merkjum Brekknakots og Reykja. Þar sem »Sundin« ná út í Þormóðsmýri, heita Sundakjaftar (391). Að vestanverðu við Þormóðsmýri (litlu sunnar en á móts við Þvergróf) er lág, sem Messulág (392) heitir; liggur þar um vegur til kirkju að Grenjaðarstöðum úr Hverfinu. Norðan-við Lambalág, sem fyr er nefnd, heitir Lambalágarholt (393). Vestur-af því beygist Kvíslin til vesturs og eru tveir krókarnir. Heita þar Beygjur (394) (Ytri- og Syðri-). Spölkorn sunnar er í Kvíslinni stór, uppmjór steinn og heitir hann Grábrók (395). — Vað er yfir Kvíslina sunnan- og vestan-við »beitarhúsin« og kallast Messuvað (396) (sjálfsagt fyrir það sama og nr. 392). Norðvestur frá túninu í Brekknakoti er gróf með dýjum og poll- um — Litlagróf (397); norðvestur frá henni er engjateigur, vaxinn bleikjufjöður, og nefnist Flœða (398). Hún er mjög blaut og með leirkeldum, svo betra er að heyja hana í þurru veðri.--------Bóndi sá bjó eitt sinn í Brekknakoti, er Þorgrímur hét. Einn sumardag var hann með konu sinni að heyja í Flæðunni og höfðu þau farið úr öllum fötum, því að hiti var mikill og þurkur. Föt þeirra voru heima í bæ. — Sjá þau þá gest bera að garði og taka þau til fótanna sem

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.