Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 73

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 73
73 mest þau máttu. Þegar gesturinn kom í hlaðið, var kerlingin komin inn í baðstofuna, en karl var að fara í aðra brókarskálmina í bæjar- dyrunum! — Norðan við Flæðuna hefir Langagróf (399) upptök sín; rennur hún út í Helgána hjá Strútshver. Austan við hana, utan-til og suður á móts við Syðstahver (austur að Syðstahverslæk) er Brekknakots- tunga (400) og er veitt á hana volgu vatni; er það bezta engi í Brekknakotslandi. Rétt ofan við götuna suður-frá hverunum, neðst í brekkunni, er lítið holthróf með melbletti framan í; það heitir Stórahall (401). Spölkorn sunnar kemur upp smálækur neðst í brekkunni og er kall- aður Bensalœkur (402). Litlu sunnar er annar lækur, er hefir upptök sín æði langt uppi í brekkunni; heitir hann Króklœkur (403). En rétt norðan-við túnið umhverfis svarðargrafirnar er nefnt Hallið (404). Þaðan eru grasgeirar uppeftir brekkunni og vanalega nefndir Geirar (405). Norðaustur-frá túninu eru grónar rústir, er nefn- ast Geitnakofi (406). Norður-frá Geirunum efst eru Sléttubalar (407), vaxnir grængresi og smáviði. — Og út- og upp-af þeim er vel gróin brekkan og eru þar smálækir og mýrlendisblettir litlir; heitir þar Grœnahlíð (408). Bœjarlœkur (409) kemur eftir gili beint ofan að bænum. Litlu sunnar er annað gil og eftir því rennur Hesthúslœkur (410) ; það af túninu, sem er sunnan við hann, heitir Hesthústunga (411) , en Hesthúseyri (412) heitir þar niður-af. Um 200 stikum sunnan-við túnið er Kviagil (413) og nær það ofan af brún; fram-af því heitir Kvíagilseyri (414). Þar sem Brekkna- kot hverfur sýn, þegar farin er gatan suður með fjallinu, er nefnt Hvarf (415). Sunnan-við bæinn (í túninu) eru rústir af kofa, sem hét Vigfúsarkofi (416); stóð hann til skamms tíma. Upp-af honum er á túninu hesthús og þar, sem það stendur, er nefnt Breiðablik (417). XI. Örnefni i Klambraselslandi. Úti í fjallinu, um það bil miðja vegu milli Brekknakots og Klambra- sels, er Hólkotsgilið (418); og upp af því, á brúnunum, Hólkotsbotnar (419). En beint vestur-frá því, handan við mýrina, er gamalt eyðibýli Hólkot (420). Er túnið nú afgirt og slegið frá Klambraseli. — Vestur- af því er kringlóttur grasblettur á móunum, er heitir Viðrar (421) og utan undir Hólkoti Hólkotslág (422). — Helghóll (423) heitir hóll þar suður með Kvíslinni, og vað hjá honum Helghólsbrot (424). Drættir og hyljir í Kvíslinni, taldir að norðan og suður-eftir, heita þessum nöfn- um: Straumbrot (425), Vikdráttur (426), Gunnarsbeygja (427).—Sel-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.