Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 81

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Side 81
Örnefni á Landmannaafrétti. Mér hefir dottið í hug, að segja frá nokkrum örnefnum á Land- mannaafrétti. Og þess fremur tel ég þess þörf, að á síðari árum hafa fjallaferðir kaupstaðarbúa og útlendinga farið í vöxt, en þeir oftast ókunnugir og freistast til að gefa ýmsum stöðum nöfn, sem geta valdið ruglingi síðar. — Lýsi ég að eins nöfnum, er ég þekki og á því svæði, sem smalað er sem Landmannaafréttur, án tillits til landamerkja, enda ekki fyllilega kunnugt um þau. Frá Galtalæk á Landi að Svarta-Núpi í Skaftártungu liggur varð- aður vegur, sem kallaður er Fjallabaksvegur nyrðri. Liggur hann eftir afréttinum. Byrja ég að telja nöfnin austan-frá og fyrst sunnan veg- arins, eftir því sem við verður komið, en get þess, ef út af ber. Örnefni innan Tungnaár tel ég síðast. Við landnorðurshorn Torfajökuls er all-stórt stöðuvatn, sem heitir Kirkjufellsvatn. Úr því fellur Kirkjufellsós í Tungnaá. Vatnið og ós- inn skilja smalaleiðir Skaftfellinga og Landmanna. — Vestan-við vatnið er hátt fell, gróðurlaust, sem heitir Kirkjufell. Það líkist mjög turnlausri kirkju að lögun, séð vestan-að. Kirkjufellsháls liggur fram af því neðar í jöklinum. Vestan-við hálsinn er smágil, að mestu gróðurlaust; það heitir Halldórsgil, — kennt við Halldór Jónsson í Næfurholti, d. 1901; mun hann fyrstur hafa skygnst í það við smöl- un; við hann er og kennt Halldórsfell og Halldórsdalur á Skaftár- tunguafrétti. — Vestan-við gilið er hár hryggur frá jöklinum til norðurs, sem heitir Barmur — þ. e. austurbarmur jökulgils. — Með fram Kirkjufellsós að vestan og fyrir norðan veginn er ölduhryggur norð- ur í Tungnaá, nafnlaus; fyrir vestan þann hrygg er hnöttótt, grasi gróið fell; það er Stóri-Kýlingur. Sunnan í honum er gamalt sælu- hús, endurbyggt af Skaftfellingum í mínu minni. Við það lágu þeir oft á meðan þeir ráku sláturfé »að fjallabaki«, og höfðu því féð í Kýl- ing. Vestan-við Stóra-Kýling er Kýlingavatn; það er að miklu leyti breikkun Tungnaár, sem rennur þar norðan-við á nærri hallalausu landi. Úti í vatninu syðst er Litli-Kýlingur — lítið grasi gróið fell. — Fram að 1918 varð oftast að sundríða — nema þegar Tungnaá var 6

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.