Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Síða 88

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Síða 88
88 hólmi, en kvíslin Hrauneyjakvisl. Ofan-við fossinn eru margir smá- hólmar í ánni, nafnlausir, nema sá neðsti og stærsti; — einn smáhólmi eða sker mun vera á milli hans og fossins —. Þessi hólmi heitir Egilshólmi. Tilefni til nafns þessa var þetta: Eitt haust nálægt 1855 voru, sem oft ber við, kindur í hólmanum. Til þess að komast í fremstu eða neðstu hólmana, verður að fara fyrst í þá efri, og svo hvern af öðrum og er þó ófært, ef áin er mikll. Áin mun hafa verið nokkuð mikil i þetta sinn, en þó komust menn út í hólmann og náðu kindunum; en þá þótti einum manninum krókur að fara upp á móti aftur og ætlaði að ríða beint til iands, en það fór svo, að hann misti undan sér hestinn og bar þá báða niður ána; hestinn, sem þá var dauð- ur, bar að steini, en maðurinn hafði ólarsvipu í hendinni og gat krækt henni í beizlistauminn og komst með því móti á steininn og gat haldið sér þar á meðan tjaldsúla og reipi var sótt í tjaldstað Hrauneyja- manna; var súlan látin bera til hans og bjargað á þann hátt. Mað- ur þessi hét Egill Jónsson og var þá vinnumaður í Snjallsteinshöfða'). — Sunnan-við Hrauneyjakvísl eru á dálitlu svæði þéttir grjóthólar með djúpum lautabollum á milli. Þetta svæði er nefnt Katlar. Þegar kemur vestur fyrir Hrauneyjar, er nafnlaust svæði vestur að gras- spildu, er liggur frá Tungnaá suður á hraunið; hún heitir Sultarfit. Önnur grasspilda nokkru vestar samhliða nokkrum stærri heitir Ferjufit. Við nyrðri enda hennar er ferjustaður á Tungnaá yfir á Holtamannaafrétt; hann er nefndur Hald. Enn vestar, þar sem Tungnaá og Þjórsá koma saman og neðar við þær, er grasgeiri, sem heitir Vaöfit. Nokkru fyrir austan geira þennan, er vað á Tungnaá, en hefir ekki verið farið í áratugi. Að líkindum hefir fitin verið miklu stærri þegar hún fékk nafnið. Frá Vaðfit niður með Þjórsá að Rangárbotn- um heitir einu nafni Árskógar. Bendir það nafn til þess, að þar hafi verið skógur, en svo langt sem sagnir ná, hefir svæði þetta verið örblás- ið. Á móts við árskóga eru tvær eyjar í Þjórsá heita þær Litla-Klofaey, sú innri, og Stóra-Klofaey, sú fremri; hún er öll vaxin fallegu bírki, 1) Það fylgir sögunni, að þegar Egill var kominn á steinninn hafi fjall- kongur, Gísli bóndi á Seli i Holtum, sagt: »Fari nú hver í sína leit, nema ef einhver vill ve-ra manninum til skemmtunar; — hann er dauður hvort sem er«. En þá hafi Páll bóndi í Borg riðið sem af tók eftir súlunni og reipinu, vaðið sem hægt var út í ána, svo hægt væri að láta hana bera að steininum. — Það fylgir og sögunni, að Egill hafi verið nokkuð kenndur, þegar hann reið út í ána, en verið algáður þegar upp úr kom. Egill drukknaði í Þjórsá árið 1887 (í Pörtum). Jóhann sonur hans er enn á lífí í Reykjavík og ef til vill fleiri börn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.