Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Síða 92
92
snjó norðan úr henni, — upp-af vatninu. Snjóölduvatnskvísl fellur í
Tungnaá, á mótsvið Svarta-Krók. Fyrir nokkuru, þó í manna minn-
um, var smávatn suður með kvíslinni, kallað Fremra- eða Litla-Snjó-
ölduvatn, en á síðari árum hefir Tungnaá fyllt það af sandi. Við
austurbotn Snjóölduvatns er Snjóölduver. Smávatn er þar fyrir norð-
an, sem ýmsir kalla Ónýtavatn fremra. — Skammt fyrir sunnan
Nýjavatn og vestur-undir Vatnakvísl er smávatn, sem heitir Ampa-
pollur. Fékk hann nafn af því, að Arnbjörn, sem áður er nefndur,
var einhvern tíma (líklega á árunum 1870—75), að elta álft, — hann
veiddi jafnt fugla sem fiska —, og reið fylfullri hryssu; álftin bjarg-
aði sér út á pollinn og Arnbjörn reið á eftir, en hryssuna mæddi
svo sundið að hún fórst (sprakk). En Arnbjörn lét sér ekki bregða,
hélt sér í fax hryssunnar og beið þess, að báran bæri hana að landi.
Síðan 1918 hefir pollur þessi minnkað mjög fyrir öskuburð með leys-
ingarvatni úr öldum þar í kring. (Sýndist mér er ég fór þar síðast,
1927, að hann væri ekki meiri en hálfur við það sem áður var). —
Á milli vatnanna og Tungnaár er samhangandi fjallgarður innan fyrir
Litlasjó og langt suður fyrir Snjóölduvatn; hann er nefndur einu
nafni Snjóöldufjallgarður. Skarð er í honuum sður-af Kvíslum og er
venjulega nefnt Snjóalda fyrir sunnan skarðið!)- í skarðinu er afarhár
steindrangur, sem heitir Nátt-tröllið, en venjulega kallaður Tröllið. —
Nokkuð Iangt suður með Tungnaá — suður-af Snjóöldu —, gegnt
Kýlingum, eru Austur-Bjallar. Norðan-undir þeim eru 2 stöðuvötn
nafnlaus og ölduklasi þar norður-af einnig nafnlaus. — Fremstu og
hæstu ölduna vestan-við Vatnakvisl hefi ég heyrt að Þorvaldur Thor-
oddsen hafi nefnt Skygnisöldu; þetta nafn hafa vatnakarlar og ör-
æfamenn1 2) enn ekki lært; mætti eins nefna hana »Skygnir«. All-stórt,
nafnlaust vatn er á milli öldunnar og Vatnakvíslar; mætti þá nefna það
Skygnisvatn. — Skammt frá öldunni vestur með Tungnaá er Yrpuver.
Þá eru talin örnefni á Landmannaafrétti, þau sem mér eru kunn, en
af ásettu ráði hefi ég sleppt lagnanöfnum við veiðivötn, því bæði
er það, að þau koma afréttinum ekki beinlínis við, sem afrétti, og
þar að auki verður þeim ekki lýst, nema með mælingum. Kunni ein-
hver að greina frá örnefnum, sem eigi eru hér talin, væri æskilegt
að þeim yrði bætt við. Guðmundur Árnason.
1) Frá Tjarnarkoti er venjulega kölluð Snjóalda aldan sunnan-við Snjóöldu-
vatn, en þegar safnað er, eru grasbrekkurnar suður-við Tungnaá kallaðar Snjóalda.
Nokkuð langt á milli, þó i sama fjallgarði, sé.
2) Þeir, sem safna öræfin, eru kallaðir öræfamenn.