Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Page 94

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1928, Page 94
Skýrsla. I. Aðalfundur 1928. Hann var haldinn í lestrarsal Þjóðskjalasafnsins fimtudaginn 24. mai, kl. 6 síðdegis. Formaður skýrði frá framkvæmdum fjelagsins árið, sem leið, og lagði fram ársreikninginn, endurskoðaðan. Átti fjelagið í árslok 290,11 kr. í handbæru fje, en síðan hafði bæzt svo við, að nægði til út- gáfu árbókarinnar á þessu ári. Síðan skýrði formaður frá ritgerð, er borist hafði frá Skúla Guð- mundssyni á Keldum, um nokkur örnefni og staðhætti í Njálu, svo og brjefum um örnefnasöfnun, er fjelaginu höfðu verið send frá Þor- bergi Steinssyni i Hvammi í Dýrafirði og Skúla Þorsteinssyni á Reykj- um í Reykjahverfi. Benedikt Sveinsson alþingismaður hreyfði því, hvort eigi væri rjett, að fjelagið reyndi að hafa eitthvert eftirlit með mannvirkjagjörð og grefti á merkum sögustöðum, svo sem í Reykho'ti og víðar. For- maður svaraði þessu erindi og kvaðst hafa brýnt fyrir mönnum, sem að slíku unnu, að tilkynna, ef þeir kæmu niður á eitthvað markvert. Vigfús Guðmundsson minntist á, hver þörf væri á, að registur yrði gjört við síðustu 25 árganga árbókar fjelagsins. Var samþykt að skora á stjórnina, að sjá um, að slíkt registur yrði gjört.1) II. Reikningur hins islenzka Fornleifafjelags árið 1927. T e k j u r: 1. Sjóður frá f. á.: Veðd.br. 2500, ríkis. 400, bæjar. 200, Eimskipafj. 100 kr. 3200 00 2. Árstillög innheimt.......................................— 701 86 3. Ævitillag................................................— 50 00 4. Andvirði seldra bóka.....................................— 70 75 Flyt kr. 4022 61 1) Formaður hafði raunar fyrir 2 árum falið manni að gera registrið, en sá maður andaðist frá því verki.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.