Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 29
23
Eyjar.
3tap., eftir að lýst er viðræðum brennumanna um eiðrof Ingjaldar á
Keldum við þá, og hvemig þeir ættu að hefna sín á honum: „Þá hljóp
Flosi á hest sinn ok allir þeir ok riðu í braut. (Þ. e. frá Bergþórs-
hvoli). Flosi reið fyrir ok stefndi upp til Rangár ok upp með ánni“.
Jeg fæ ekki sjeð, að þessar setningar bendi á ókunnugleika; síður en
svo. Það er alveg rjett til orða tekið að segja „upp til“ Rangár frá
Bergþórshvoli. Höf. eru hjer fáorðir að vanda, og lýsa aðeins því,
er kemur við atburðum. Á leiðinni frá Bergþórshvoli til Rangár ber
ekkert til tíðinda, en við Rangá fór fram viðureign Flosa og Ingjalds
á Keldum. Hún var fyrirhuguð áður en lagt var af stað frá Berg-
þórshvoli, og þar hefur verið ákveðið að ríða upp með Rangá, unz
þeir hittu Ingjald. Hjer er ekkert „miðað við Rangá“, nema atburð-
urinn, sem fram fór við hana.
Dr. E. Ó. Sv. heldur að „eyjar“ þær, sem Gunnar á
Hlíðarenda hafði afnot af, sjeu Landeyjar, og að höf.
hafi ekki vitað gjörla um afstöðu þeirra. Þessi „skýring" sem dr. E. Ó.
Sv. finnst „hendi næst“, sýnist mjer f jærst sanni. Ekki er kunnugt, að
Gunnar hafi átt lönd í V.-Landeyjum, en hinu segir Njála skýrt frá,
að Gunnar átti „fjórðunginn í Móeiðarhvoli“, og þá að líkind-
um fjórða hlutann af engjum jarðarinnar. Að þar hefir verið um að
ræða gott land,- sjest bezt á því, að er Gunnar varð að láta þetta
land af hendi í vígsbætur til Starkaðar undir Þríhyrningi, vildi hann
með engu móti sleppa því, og bauð annað land í staðinn „at löglegri
virðingu“ — „eða annat fé“.
Engjar frá Móeiðarhvoli liggja með Þverá og Rangá, sem renn-
ur meðfram landinu að norðvestanverðu í mörgum bugðum og krók-
um. Landið með ánni er marflatt og liggur lágt (Langanes 13—16
m. yfir sjávarmál), og er ekki ólíklegt, að Rangá hafi myndað þarna
eyjar og hólma ofan við ármynnið — og það hefir hún gert á síðari
öldum — og að þar hafi verið eyjar þær, sem Gunnar sótti heyföng í.
Dr. E. Ó. Sv. þykir leiðin, sem Gunnar fer — með Rangá — tor-
tryggileg, ef hjer væri um Móeiðarhvolseyjar að ræða, en ekki væri
hún líklegri, ef engið hefði verið í Vestur-Landeyjum. Þá hefði hann
farið sunnan Þverár. Gunnar fer leiðina norður að Rangá, er hann
fer í Móeiðarhvolseyjar, af því að hún er þurrari og greiðfærari en
aðrar leiðir, og því betri, þótt hún sje nokkuð lengri.
Dr. E. Ó. Sv. segir, að „af frásögn sögunnar myndi
enginn ætla, að milli hólanna (þ. e. Knafahóla) og
Rangár væri 15—20 mínútna flugreið, — aftur eitt
dæmi um það, hve vegalengdir styttast í sögunni". (U. N. 357). Hve
löng er nú þessi leið? Hún er nálægt 3^/2 km. Og það er hægt að
Knafahólar.
Þorgeirsvað.