Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 160

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 160
152 ‘ hégómahjal, heldur af hinu, að hér væri sannleiki opinberaður á merkilegan hátt. Mig skortir ekki kjark til, og ég blygðast mín ekk- ert fyrir, að lýsa því yfir, að ég legg mikið upp úr Njáludraumi Her- manns, þó eigi sé hann bein sönnun. Ég trúi miklu fremur því, sem þar er sagt, en getgátum EÓS í U. N. En til þess mundi mig skorta kjark, að staðhæfa í vísindariti — já, doktorsritgerð —, að höf. Njálu hafi gert þetta af „gleymsku“, hitt af „vangá“ og að hann hafi „haft á borðinu“ hjá sér, er hann samdi söguna, rit, sem enginn veit, að hafi nokkurn tíma verið til. Ég vil ekki skifta á þessum „kórónum fræðimennskunnar“ fyrir tilvitnun mína í draum Hermanns Jónassonar. A. J. Johnson. Fornleifafundir í Helgafellssveit. Sumarið 1939 var grafið fyrir heyhlöðu á Staðarbakka í Helga- fellssveit. Jeg frjetti um, að þar hefði orðið vart við fornleifar, og fór þangað 9. Júní til þess að forvitnast um, hvað þarna hefði fund- izt. Grafið var fyrir hlöðunni um 12 mtr. norður frá íbúðarhúsi, er byggt var þar á Staðarbakka fyrir tveimur árum, en það var byggt í hinum fornu rústum bæjarins, og er grafið var fyrir kjallara þess, fannst þar bollasteinn, sem sendur var þá til Þjóðminjasafnsins. Eins og jeg gat um, var grafið fyrir hlöðunni norður-frá húsinu, og því í svæði það, er hin fornu bæjarhús hafa tekið yfir. í suðurhluta grafarinnar kom í ljós ker allstórt; var grafið umhverfis það og nið- ur á óhreyfða jörð, sem var leirkennd; kerið var úr eins konar steypu, sem molnaði í sundur, ef komið var nokkuð við það með skóflu; efni virðist vera sandur úr fjörunni niður frá bænum, en bindiefnið virð- ist hafa verið gulleitur leir, sem mér er ekki kunnugt um, að sje þar nærri. Kerið var grafið niður í hinn óhreyfða grundvöll um 0,60 mtr., en hæð þess upp frá gólfinu var um 0,40 mtr., en vera má, að eitthvað hafi verið molnað ofan af því. Kerið var kringlótt; var þver- mál þess að innan 1,35 mtr., en þykkt veggja þess, eða barma, 0,40 mtr. Botn kersins var úr sama efni og veggirnir. Kerið var fullt af mjög blautri mold eða leðju. Þegar mokað var upp úr því, komu upp trjeleifar, er voru svo fúnar, að ekki var unnt að sjá, úr hverju þær voru,hvort þær voru leifar af íláti (sá),er staðið hefur í kerinu,ogþað verið steypt um, eða leifar af rafti úr þekju, er fallið hafi ofan í það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.