Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 140
132
sögu og vitum,- úr hvaða Álftafirði hann var, en betur myndi söguhöf-
undur hafa gert grein fyrir honum, ef hann hefði ætlað sjer að rita
sögu hans, eða ætlazt til, að þessi saga hjeti »Saga þeirra Porfinns
karlsefnis og Snorra ÞorbrandsSonar,« sbr. yfirskrift Árna Magnússon-
ar og þar áður Iíklega Hauks lögmanns í Hauksbók. — En eins og
það er ólíklegt, að sá, er setti saman söguna, hafi kallað hana, eða
ætlazt til, að hún yrði kölluð, Porfinns saga karlsefnis og Snorra Por-
brandssonar, eins ólíklegt virðist það, að hún hafi verið kölluð það
almennt af öðrum fyr en á síðustu öldum, er menn sáu yfirskrift
Hauks og síðan Árna. Sá, er tók saman Olafs sögu Tryggvasonar hina
miklu, hefði sennilega vitnað blátt áfram í Þorfinns sögu karlsefnis í
stað þess að vitna í »sögu Eiríks,« hefði hann vitað til þess, að sag-
an var almennt kennd við Þorfinn, en ekki Eirík.
Það virðist ekki ólíklegt, að í frásögnum þeim, er komnar voru
upphaflega frá þeim hjónum í Reyninesi, Ouðríði og Þorfinni, og að-
allega munu hafa gengið á Norðurlandi, hafi fátt verið af því, sem er
í 1. og 2. kap. Eiríkssögu. Þau hjónin hafa sjálfsagt heyrt og vitað
margt af því, er þar segir, en það efni hefir sennilega aldrei tengst
föstum böndum við efnið í hinum munnlegu frásögnum þeirra sjálfra
nje annara síðar. Tilgangurinn með þeim hefir ekki verið sá, að segja
frá æviatriðum Eiríks hjer á landi, nje landnámi hans á Orænlandi, en
hann hlaut að koma allmikið við frásagnir þeirra Ouðríðar og Þorfinns
samt, eins og sagan sýnir. En eftir að þau fóru aftur trá Grænlandi,
hafa þau, að því er ráða má af sögunni og einnig er líklegt að öðru
leyti, fengið fáar eða engar þær fregnir þaðan, sem þeim hefur virzt
ástæða til að tengja við frásagnir sínar. Ef til vill hefur þeim fátt eitt
orðið kunnugt eftir það um ævi og afdrif vina sinna í Brattahlíð.
Sennilega hefur Eiríkur verið á lífi enn, er þau komu aftur til Græn-
lands úr Vínlandsferð sinni, og það rjett, sem segir í niðurlagi 12.
kap., að þau hafi verið með honum næsta vetur;1) þess myndi senni-
lega hafa verið getið í sögunni, að Eiríkur hefði verið dáinn, er þau
komu aftur úr Vínlands-ferðinni, hefði svo verið. En að líkindum hefur
Eiríkur þá verið orðinn allroskinn, og ævi hans ekki viðburðarík
eftir það. Guðríður hefur ekki sagt sögu Eiríks, heldur sína eigin,
og jafnframt ferðasögu Þorfinns, en inn í þær frásagnir hafa óhjá-
kvæmilega ofizt frásagnir um Eirík og fjölskyldu hans á Orænlandi.
— Ef Eiríkssaga hefði hafizt með 7. kap. sögunnar og verið að eins
7. —12. kap. hennar, þá hefði yfirskrift sú, er Haukur virðist hafa
Sbr. þó það, er segir í Orænlendingasögu, 4. kap., fsl. fornr., IV. b., bls. 254
(m. aths.).