Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 157
149
ar voru minni í fornöld, samtímis því sem menn fengust við korn-
yrkju sumstaðar, þar sem nú er fullerfitt að rækta kartöflur, en
byggð var talsverð sumstaðar, þar sem nú er afréttur“.
Þetta er nú álit þessa merka fræðimanns, og alveg í sama streng
tekur annar ungur fræðimaður, Kristján Eldjárn, nýlega, sbr. Lesb.
Mgbls. 22. sept. 1940. Hann segir eftir að hafa talað um kólnun, sem
átti sér stað á miðöldum: „Á fslandi var t. d. ræktað korn til forna,
en mun hafa lagzt niður að einhverju leyti vegna þessarar kólnun-
ar, og alkunna er, að íslenzku jöklarnir eru til muna víðáttumeiri
nú en í fornöld, og hafa jafnvel lagzt yfir bæi“.
Eins og jarðfræðingarnir benda á, er það kunnugt, að byggð
hefir verið í fornöld jafnvel þar, sem jökull er nú yfir. T. d. er
Breiðamerkurfjall (í A.-Skaftaf.s.) nú „umkringt jökli á alla vegu“,
en áður fyrr var byggð undir Breiðamerkurfjalli, en hefir eyðzt af
ágangi jöklanna. Suðvestan undir fjallinu stóð bærinn Fjall. Þar
nam íand Þórður Illugi eða Illugi Fellsgoði. Nokkru austar með f jall-
inu var bærinn Breiðamörk, að líkindum sami bærinn og áður hét
Breiðá. Þar bjó Kári Sölmundarson. . . . Breiðamörk var byggð fram
um miðja 17. öld. . . . Undir jöklinum liggur nú gróðurland þessarar
jarðar. . . . 1695 sáust enn tóftir af Felli, en i*étt á eftir lagðist jök-
ullinn yfir“. (Sbr. Árb. Ferðafél. ísl. 1937, bls. 34—35.)
„Jarðabók Árna Magnússonar (1710) segir, að fornt eyðibýli
sé í botninum á Leirufirði (vestanlands) og heiti Öldugil, en það hafi
eigi verið byggt í 2—3 hundruð ár, og hafi eyðzt af jökulhlaupum.
„Það lítið, sem eftir sést af tóftarústum, er nú við sjálft jökul-
barðið, og hefir jökullinn í manna minnum (þ. e. 1710) hlaupið yfir
allt þetta pláss, þar sem bærinn hefir að fornu verið“. í máldaga
Grunnavíkurkirkju 1367 er sagt, að kirkjan eigi Faxastaði í öldu-
gili, og er það líklega sami bær“. (Þ. Th.: Ferðabók II, 138.) „Upp
um allan þennan afrétt (þ. e. Hrunamannaafrétt) hefir áður verið
töluverð byggð“ (sami II, 174). Það er og kunnugt, að upp af Aust-
fjarðadölunum hefir áður fyrr verið byggð upp undir jökla. Þessi
dæmi ættu að nægja um það, að jöklar hafa verið miklu minni til
forna en nú, og getur EÓS séð af framangreindu, að ég stend ekki
einn uppi með þá skoðun.
Þetta á ekkert skylt við það, að „jökullinn breytist nokkuð á
ýmsum tímum og ýmsum stöðum“, heldur við hitt, að hann var miklu
minni fram eftir öldum.
EÓS lætur þess getið, að ég sé ekki jarðfræðingur, og er það
rétt, en svo mikill jarðfræðingur er ég, að mér kemur ekki til hugar,
að náttúran hafi ekki breytt stöðum og leiðum um margar aldir, og