Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 162
154
ar en fjórða gólfið, sem getið var um hjer næst á undan. Kom þar í
ljós eldstæði, er var stærra en eldstæðið í þriðja gólfinu, eða um
7—8 mtr. á lengd, en um 70 cmtr. á breidd. Á báðum hliðum eldstæð-
isins voru hellur reistar; voru sumar þeirra grafnar niður nokkuð,
til þess að efri brúnin væri sem jöfnust. Allur frágangur á þessu eld-
stæði virtist hafa verið mjög vandaður, og sýndist það hafa verið
miklu betur gert en eldstæðið á þriðja gólfinu. Botn þessa eldstæðis
virtist hafa verið úr torfi, en ofan-á torfinu var mikið af ösku af
brenndum viði (birki?). Undir þessu fimmta gólfi var þunnt, send-
ið jarðlag ofan á berginu; þetta lag sýndist vera óhreyft. í suðaustur-
horni á kjallaragröfinni, en hún snýr í suður og norður, eða því sem
næst, var allstór hrúga af viðarleifum; virtist helzt að hafa verið
höggspænir, en var mjög saman-þjappað. Innanum viðarleifarnar
var talsvert af beinum úr nautgripum og sauðfé. Þvert yfir eldstæð-
ið lágu nokkrir raftar, er báru nokkur brunamerki, sumir þeirra.
Austan-við eldstæðið, sunnarlega, fannst lítill poki úr ullarbandi;
var hann furðulítið skemmdur. Við norðurenda þessa síðast umgetna
eldstæðis var ferköntuð þró, er var 60 cmtr. á hvern veg, en 40 cmtr.
á dýpt; var hún hlaðin að innan úr grjóti, og hella í botni hennar.
Norður úr þrónni var ræsi, jafndjúpt henni, en um 25 cmtr. á breidd.
Ekki var grafið fyrir enda þess, svo ókunnugt er um, hve langt það
kann að ná norður-eftir. Þvert yfir ræsið lá aflangur steinn; var
Iiann um 1 mtr. á lengd, en þvermál, eða, rjettara sagt, ummál hans
um 50 cmtr., og þó talsvert mjórri í annan endann.
Þorleifur Jóhannesson.