Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 33
27
<löur (1926—7) en hann „gaf út“ bók sína, U. N., þar sem annað
höfuðmarkmiðið virðist vera það, að reyna að sanna að Njála sje
rituð í Skaftafellsþingi. Rangæingar hafi þar ekki nærri komið,
því hann endar bókina með því að staðhæfa, að „höfundur Njálu fari
eftir Æ, (þ. e. ættartöluriti, sem hann á að „hafa haft á borði sínu,
þegar hann ritaði söguna“, en enginn veit, að hafi nokkurn tíma verið
til)1) um ætt Oddverja, en ekki eftir ættartöluritum þeirra" og „mæl-
ir það enn með því, að hann hafi ekki verið úr því héraði“. (U. N.
378). En í þessari grein er hann kominn á þá skoðun, að höf. Njálu
.sje Rangæingurinn Þorsteinn SJceggjason frá Skógum, og aðal-heim-
ildarmaður hans (líklega að munnlegu arfsögnunum) hafi verið faðir
hans, Skeggi Njálsson í Skógum , (d. 24. ág. 1262), sbr. orðin: „gamall
maður segir sögur frá fyrri dögum“ þar sem „menn sitja við eld í
skálanum í Skógum“.
Jeg skal fúslega játa það, að mjer þótti gaman að lesa þessa
ritgerð dr. E. Ó. Sv. Hún er skemmtilegt hugmyndaflug um efni, sem
mörgum er hugleikið, hvort sem hægt er að fallast á niðurstöðu hans
eða ekki. Að vísu hefir hann ekki enn losað sig við ýmsar rangar
hugmyndir um staðþekking Njáluhöf. í Rangárþingi, eins og t. d.
viðvíkjandi Goðalandi, og er enn að impra á „ófullkominni staðfræði"
þar, en er þó kominn á þá skoðun, að það sje „mjög hæpið að leggja
allt of mikið upp úr því, að staðháttum á Bergþórshvoli sé lýst
miður en skyldi“ og að „ekki virðist rétt að gera mikið veður út af
því, sem sagt er um bæina þrjá á Þórsmörk (148. kap., ekki 158.);
munnmæli hafa ýkt annað eins um býli í óbyggðum, eins og að gera
þrjá bæi af tveimur (ef það er þá víst)“. Mjer þykir vænt um þessar
yfirlýsingar, því þær nálgast það sem jeg hefi haldið fram um þessa
staði, og eru gagnstæðar því, sem haldið er fram í U. N. og dr. E. Ó.
Sv. virðist vera á leiðinni að viðurkenna, að staðþekking Njáluhöf. í
Rangárþingi sje ekki „ófullkomin", enda lætur það að líkum, að
Rangæingar þekki sitt eigið hjerað.
Ef sú tilgáta dr. E. Ó. Sv. væri rjett, að Þorsteinn Skeggjason
1) Þettta rit Æ, sem dr. E. Ó. Sv. nefnir svo, er nú ekkert annað en frum-
rit af Njálu, svo mikið og margt átti það að geyma að hans dómi af efni sög-
unnar, sbr. meðal annars U. N., bls. 92—93, og fer þá kenningin um einn höfund
frá síðari hluta 13. aldar að verða þokukennd. Rit þetta á að hafa verið skaft-
fellskt (U. N., 378), en úr því áttu að vera „rangæsku örnefnin" Öldusteinn og
Stotalækur, sem búast má við „að ekki hafi verið allskostar mikið þekkt“. (U.
N., 369). Ekki sýnist mjer þetta mikil meðmæli með þvi, að þetta ímyndaða rit
hafi verið skaftfellskt.