Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 161
153
Einjim metra suður frá kerinu hafði verið veggur, og stóð nokkur
hluti hans; sá fyrir hleðslu í honum í því nær eins meters hæð. Til
austurs var ekki grafið svo langt, að veggur kæmi í Ijós, þó vel megi
vera, að eitthvað standi eftir af þeim vegg húss þess, er ker þetta
hefur verið í.
Á þessum sama stað, þ. e. í gröf þeirri, er grafin var fyrir hlöð-
unni, fannst og vaðsteinn með höggnu letri og skreyttur með höggn-
um línum. Hann mun hafa fundizt nokkru ofar og norðar í gröfinni.
Frá núverandi yfirborði og niður að gólfi því, er kerið var graf-
ið ofan í, var 1,40 mtr.
Á Hofstöðum í Helgafellssveit var sama sumar (1939) grafið
fyrir kjallara undir hús, er þar var byggt. Grafið var í hið gamla
bæjarstæði. Bærinn að Hofstöðum mun ávallt hafa staðið á sama
stað frá því, er fyrst var þar bær byggður, en hús það, sem nú var
reist þar, og kjallarinn var grafinn fyrir, stendur sunnarlega í bæj-
arstæðinu, þó fremur austarlega. — Kjallaragröfin var 8,80x7,50 m.
Þegar komið var um einn meter niður, kom ofan á greinilega
gólfskán; í henni var allmikið af beinum úr þorskahausum; þar var
og talsvert af fjörusandi, er virtist hafa verið dreift um gólfið, eins
og víða var siður hjer áður; var stráð skeljasandi á gólf, jafnvel eftir
að farið var að hafa timburgólf í bæjum. í þessari gólfskán fannst
snældusnúður úr trje.
Um 30—40 cmtr. neðar varð fyrir önnur gólfskán, í henni var
og allmikið af beinum, bæði fiskabeinum og einnig beinum úr sauð-
fje og nautgripum; talsvert bar á viðarkola-ögnum. Á þessu gólfi
fundust engir munir aðrir, er eftirtekt var veitt.
Þriðja gólfið kom í ljós um 40 cmtr. neðar. Þar var allstórt eld-
stæði (langeldur?). Bóndinn á Hofstöðum, Guðjón Jóhannsson, telur
eldstæðið, eða svæði það, er eldsleifar sáust á, um 6 mtr. að lengd,
en breidd þess 60—70 cmtr. Steinar voru beggja vegna reistir á rönd;
var steinaröð þessi nokkuð misjöfn, en víðast hvar um 15—18 cmtr.
í syðri enda eldstæðisins voru tvær hellur í botni þess, en annars
staðar var mold undir öskunni, er var að mestu leyti viðarkola-aska;
nokkuð var þar af brenndum beinum; mest voru það fiskabein.
Undir þessu þriðja gólfi kom fjórða gólfið í ljós; milli þess og
hins, er síðast var talið, voru að eins 20 cmtr. Á þessu fjórða gólfi
var mikið af flötum steinum, hellum; virtist helzt, að gólf ið hefði ver-
ið flórað (hellulagt) að miklu leyti; var fjörusandur á milli stein-
anna; fyllti hann upp holur á milli þeirra og víðar, þar sem holur
eða lautir voru í hellurnar. Á þessu gólfi fannst snældusnúður úr
leirsteini. Ekkert eldstæði kom í ljós á þeim hluta þessa gólfs, er
kjallaragröfin náði yfir.
Loks kom niður á fimmta gólfið; var það um 40—45 cmtr. neð-