Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 40
34
Skarphéðinn við Sigmund
hvíta: „Tak vopn þín ok ver þik;
er þat nú meiri nauðsyn enn
kveða flím um oss bræðr“. —
„Laust þú mér nú“, segir Skarp-
héðinn“, enn þó skalt þú í móð-
urætt falla aðr vit skiljum“.
Sami við Höskuld Hvítaness-
goða: „Hirð eigi þú at hopa á
hæl, Hvítanessgoði".
Sami við Hafur hinn auðga:
„Ek mun þora þar fram at
ganga, er þú sitr fyrir; ok mynda
ek allúhræddr, þó at slikir svein-
ar væri á götu minni“.
Sami við Þorkel hák: „Ger þú
nú annat hvárt, Þorlcell hákr, at
þú slíðra saxit ok sezt niðr, eða
ek keyri öxina í höfuð þér ok
klýf þik í herðar niðr“.
þú talar, mun ek eigi hætta til
fleiri funda okkarra“.
STURLUNGA.
Jón við Böðvar Þórðarson í
Görðum, út af liðsbón hans til
handa Hvamm-Sturlu, gegn Páli
presti í Reykholti, er Jón studdi.
Böðvar gaf í skyn, að sumir vin-
ir Páls mundu missa höfuð sín,
ef Sturla væri „nökkut minkaðr".
Jón svarar: „Vitu menn þat“,
kvað hann, „at Sturla er opt ó-
bilgjarn um manndrápin; en
fleiri menn kunnu at láta drepa.
menn en Sturla einn; olc þat segi
elc þér, Böðvarr, ef Sturla lætr
drepa einn mann fyrir Páli, at
drepa skal ek láta þrjá menn
fyrir Sturlu“. (Allar leturbreyt-
ingar hjer).
En svo má einnig í þessu sambandi minna á hinn milda streng
beggja megin, hollar ráðleggingar og meðalgöngu til friðar og sátta.
Má þar til nefna t. d., Njálu megin, ráðlegging Njáls til Gunnars,
að vega „aldri meir í hinn sama knérunn enn um sinn, ok rjúfa aldri
sætt þá, er góðir menn gera“ og friðar- og sáttaumleitanir þeirra
Njáls og Halls af Síðu á alþingi eftir víg Höskulds Hvítanessgoða.
Af hálfu Jóns Loftssonar má nefna ráð þau, er hann gaf Hallgerði
Runólfsdóttur á Helgafelli, er numin hafði verið frá manni sínum,
að hennar vilja, að hún skyldi aftur hverfa til bónda síns sjálfviljug,
þótt henni þætti „mannamunr", og hjet að vera henni „heill til lið-
veizlu“, ef hún þyrfti á að halda (sem og kom á daginn), færi hún
eftir vilja hans. Og einnig og ekki síður, hina mörgu dóma hans í
vandamálum, sem til hans var skotið, þegar allt var komið í óefni,.
og hann dæmdi einn, svo „flestum líkaði vel“.
Nú er ekki óhugsandi, að einhverjum komi í hug: Hvernig má
það vera, að Hofsfeðgum, Valgarði og þá ekki síður Merði, skuli vera
borin svona illa sagan í Njálu, ef frændur þeirra, Oddaverjar, hefðu
komið frumsögunni, — hinni upprunalegu Njálu — fyrstir í letur,
því að það er mjög eðlilegt, að ættrækni hafi haft áhrif á söguritar-