Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 121
113
námu, II., 18., með því, sem Laxdæla tilfærir á eftir „ok“,semsje„setti
hann þar bú saman fyrir sunnan Laxá“.5 6) Það getur ekki staðizt, sem
liggur í orðalagi Landnámu, II., 18., um landnám Kolls, að hann, auk
Laxárdals, hafi numið „alt til Haukadalsár“, eða raunverulega hálf-
an Haukadalinn, og meira þó, því að til byggðar mun, þá sem nú, hafa
verið bezt fallið í nyrðri kinn Haukadalsins, — þó að bæir sjeu álíka
mai’gir báðumegin.8) Að vísu tilfærir Landnáma ekkert um landnám í
Haukadalnum, en telur Þorbjörn haukdælska bónda á Vatni, bæði
er hann giftir Höskuldi Dala-Kollssyni dóttur sína, Hallfríði, og eins
þegar Eiríkur rauði fær Þjóðhildar, stjúpdóttur Þorbjarnar. Eiríkur
á í höggi við Haukdæli eftir að hann er seztur að á Eiríksstöðum hjá
Vatnshorni. Saga Eiríks segir frá búöndum í Haukadal og tilfærir
þessa bæi: Valþjófsstaði (hjá Jörfa, nú í eyði), Saursstaði (af viður-
nefni Eyjólfs saurs, er Eiríkur vá), Leikskála (bæ Hólmgöngu-Hrafns)
og Jörfa (þar sem frændur Eyjólfs, Geirsteinn og Oddur, bjuggu). Af
þessum bæjum mundu þá að minnsta kosti Vatn, Stóra-Vatnshorn og
Leikskálar hafa verið í Laxdæla-landnámi,8) og auk þess hlytu löndin,
þar sem standa Giljaland, Smyrlahóll, Núpur, Skriðukot, Kaldakinn og
Þorsteinsstaðir tvennir, auk Skógsmúla á Þverdal og nokkurra eyði-
býla, þá að hafa verið í landnámi Dala-Kolls. Ef svo hefði verið,7)
má undarlegt heita, að Laxdæla-saga nefnir ekki Haukadal á nafn,
nema þegar Kotkell og Gríma gáfust upp á „hálsinum milli Hauka-
dals ok Laxárdals“, en „Stígandi tók undan suðr af hálsinum til
Haukadals“. Haukadalsá er eitt sinn nefnd á nafn, er þau Snorri
goði og Guðrún hittust hjá Höfða, fyrir norðan ána. Hvernig standi
á þessari þögn um landnámið í Haukadal, er ekki auðvelt að segja.
Sú tilgáta ætti þó að vera all-sennileg og í samræmi við ráðstafanir
Auðar djúpúðgu, að Haukadalur hefði verið heimanfylgja Þórhildar,
dóttur Þorsteins rauðs, eins og Laxárdalur Þorgerðar systur hennar.8),
Eysteinn meinfretr, sonur Álfs í Ostu, en faðir Dala-Álfs, hefði þann-
ig átt að fá Haulcadal allan með sinni konu og sonur hans nafnbót-
ina Dala-Álfur, eins og maður Þorgerðar fjekk „Laxárdal allan“ og
nafnbótina DaZa-Kollr. Eysteinn hafði sem sje áður numið land aust-
an Hrútafjarðar í landnámi Bálka, „ok bjó þar nökkura vetr, áðr
hann fekk Þórhildar, dóttur Þorsteins rauðs; þá rjeðst hann norðan í
Dali ok bjó þar“. Hvar hann hafi búið þar, nefnir ekki þessi frásögn,
5) Slík samtenging getur auðvitað ckki lcomið til mála.
6) Með orðunum „allt til Haukadalsár" mun ekki hafa verið átt við
allan nyrðri hluta Haukadalsins, norðan árinnar, heldur það land „allt til
Haukadalsár", sem er fyrir utan dalinn og vestan Vatnsfjalls.
7) Sjá aths. 6.
8