Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 8
8
leifar neðarlega með Bleiksá, og vígi hefir verið þar ágætt, því að
Lambatungur eru milli djúpra gilja, og gat það verið hentugt, hefði
eitthvert óhapp viljað til, t. d. hefði það líklega komið sjer vel, ef
Skarphjeðinn hefði verið staddur í Þórólfsfelli.
Þórsmörk »ÞeSar inn á Þórsmörk kemur, keyrir um þvert bak“
um staðþekkingarvillur Nj. höf., segir dr. E. Ó. Sv.
„Merkurbæirnir eru taldir þrír, sem er rangt, eins og Kálund hefur
sýnt, og er þessi þrítala án efa sótt til Merkurbæjanna undir Eyja-
fjöllum. En á dögum söguritarans hefur engin byggð verið lengur á
Þórsmörk". (U. N., 354). Svo mörg eru þau orð. Ekki virðast mjer
miklar sannanir færðar fyrir þessu. Hver getur sannað það, að bæ-
irnir á Þórsmörk hafi ekki verið þrír á þessum tíma? Hvaða „nábú-
ar“ Björns í Mörk voru það, sem hann (Björn) átti að segja, „at
hann hefði fundit Kára á förnum vegi ok riði hann þaðan upp í
Goðaland ok svá norðr á Gásasand". (Njála, 148. kap.), ef það vorn
ekki nábúar hans á Þórsmörk? Varla gátu Eyfellingar eða Fljótshlíð-
ingar kallast nábúar Björns. Orðalagið „Kári lét Björn þat segja ná-
búum sínum“ bendir ótvírætt til þess, að arfsögnin hafi verið sú, að
bæirnir, sem „nábúarnir“ bjuggu á, hafi verið tveir. Það er vitað, að-
upphaflega voru byggðir tveir bæir á Þórsmörk af Reyrketilssonum
(Landn., V. 2, 200). Sá þriðji hefir komið síðar, og hefir það lík-
lega verið Miðmörk, bær Björns, og hygg jeg, að hann hafi verið ná-
lægt Húsadal (t. d. vestan-vert við hann að ofan-verðu), en fljótt
íarið í Markarfljót, því að þegar Sigfússynir komu austan-frá Svína-
felli, fóru þeir „fyrir norðan Eyjafjallajökul ok ofan í Goðaland ok
svá ofan um skóga í Þórsmörk“ (þ. e. gegnum Langadal og Húsa-
dal, og yfir Markarfljót vestur af Húsadal); „gat Björn ór Mörk:
sét mannreiðina ok fór þegar til fundar við þá“. (Nj., 149. kap.). Og
þegar þeir riðu austur aftur, sömu leið, komu þeir við í Mörk, „ok
vildu finna Björn“. Miðmörk hefir því verið að öllum líkindum
mjög skammt úr leið þeirra, er þeir fóru um Húsadal.1)
Að þrítalan sje sótt til Merkurbæjanna undir Eyjafjöllum, og
að í lok 13. aldar hafi engin byggð verið á Þórsmörk, eru heldur
veigalitlar röksemdir. Hitt er miklu líklegra, að þrítalan undir Eyja-
fjöllum sje beinlínis sótt til Þórsmerkurbæjanna, sem hafa verið
miklu eldri. I Njálu er aldrei getið nema um einn bæ undir Eyja-
1) í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín er sagt um Húsadal:
„Þar halda og menn til forna hafi bygð verið, jafnvel mikil, af girðing'um, sem
enn nú til sjest“. (I., 102). Er ekki mögulegt, að það hafi verið leifar af girð-
ingum frá Miðmörk?