Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 8

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 8
8 leifar neðarlega með Bleiksá, og vígi hefir verið þar ágætt, því að Lambatungur eru milli djúpra gilja, og gat það verið hentugt, hefði eitthvert óhapp viljað til, t. d. hefði það líklega komið sjer vel, ef Skarphjeðinn hefði verið staddur í Þórólfsfelli. Þórsmörk »ÞeSar inn á Þórsmörk kemur, keyrir um þvert bak“ um staðþekkingarvillur Nj. höf., segir dr. E. Ó. Sv. „Merkurbæirnir eru taldir þrír, sem er rangt, eins og Kálund hefur sýnt, og er þessi þrítala án efa sótt til Merkurbæjanna undir Eyja- fjöllum. En á dögum söguritarans hefur engin byggð verið lengur á Þórsmörk". (U. N., 354). Svo mörg eru þau orð. Ekki virðast mjer miklar sannanir færðar fyrir þessu. Hver getur sannað það, að bæ- irnir á Þórsmörk hafi ekki verið þrír á þessum tíma? Hvaða „nábú- ar“ Björns í Mörk voru það, sem hann (Björn) átti að segja, „at hann hefði fundit Kára á förnum vegi ok riði hann þaðan upp í Goðaland ok svá norðr á Gásasand". (Njála, 148. kap.), ef það vorn ekki nábúar hans á Þórsmörk? Varla gátu Eyfellingar eða Fljótshlíð- ingar kallast nábúar Björns. Orðalagið „Kári lét Björn þat segja ná- búum sínum“ bendir ótvírætt til þess, að arfsögnin hafi verið sú, að bæirnir, sem „nábúarnir“ bjuggu á, hafi verið tveir. Það er vitað, að- upphaflega voru byggðir tveir bæir á Þórsmörk af Reyrketilssonum (Landn., V. 2, 200). Sá þriðji hefir komið síðar, og hefir það lík- lega verið Miðmörk, bær Björns, og hygg jeg, að hann hafi verið ná- lægt Húsadal (t. d. vestan-vert við hann að ofan-verðu), en fljótt íarið í Markarfljót, því að þegar Sigfússynir komu austan-frá Svína- felli, fóru þeir „fyrir norðan Eyjafjallajökul ok ofan í Goðaland ok svá ofan um skóga í Þórsmörk“ (þ. e. gegnum Langadal og Húsa- dal, og yfir Markarfljót vestur af Húsadal); „gat Björn ór Mörk: sét mannreiðina ok fór þegar til fundar við þá“. (Nj., 149. kap.). Og þegar þeir riðu austur aftur, sömu leið, komu þeir við í Mörk, „ok vildu finna Björn“. Miðmörk hefir því verið að öllum líkindum mjög skammt úr leið þeirra, er þeir fóru um Húsadal.1) Að þrítalan sje sótt til Merkurbæjanna undir Eyjafjöllum, og að í lok 13. aldar hafi engin byggð verið á Þórsmörk, eru heldur veigalitlar röksemdir. Hitt er miklu líklegra, að þrítalan undir Eyja- fjöllum sje beinlínis sótt til Þórsmerkurbæjanna, sem hafa verið miklu eldri. I Njálu er aldrei getið nema um einn bæ undir Eyja- 1) í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín er sagt um Húsadal: „Þar halda og menn til forna hafi bygð verið, jafnvel mikil, af girðing'um, sem enn nú til sjest“. (I., 102). Er ekki mögulegt, að það hafi verið leifar af girð- ingum frá Miðmörk?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.