Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 127
119
sett saman. 2. kap. í þessari sögu í Hauksbók hefst þannig1): »t»or-
valldr hett madr. hann var s(vn) Asvalldz Vlfs s(vnar) Yxna.-Poriss
s(vnar). Eirikr h(et) s(vn) hans. þeir fedgar foro af Iadri til íslandz fyri
viga sakir ok namv land. a Hornstrondum ok bioov at Drongum þar
andadiz Porvalldr. enn Eirikr. fekk þa Porhilldar d(ottvr) Iorvndar. Atla
s(vnar) ok Þorbiargar knaRar b(ringv) er þa atti Þorbiorn. hinn havk-
delski ok bio a. Eirix. stodum sidan er. Eirikr rez nordan þat er hia
Vazhorni. þa felldv þr?lar Eiriks. skridv a b§ Valdiofs. a Valdiofs. stod-
vm. Eyiolfr savR frendi hans drap þrelana hia. Skeids brekkum vpp fra
Vaz horni. fyRÍ þat va Eirikr Eiolf savr. hann va ok Holmgongo-Hrafn
at Leikskalum. Geirsteinn ok Oddr a Iorva frendr Eyiolfs. villdv eptir
hann mela. þa var Eirikr geR brott o(r) Havka d(al) hann nam þa
Brokey ok Eyxn ey ok bio at Trodum i Svdr ey. enn fyrsta v(etr).
þa ledi hann Þorgesti setstokka. sidan for Eirikr i Eyxney. ok bio a
Eiriksstodum. hann heimti þa setstokkana ok naði eigi«. — Síðan seg-
ir frá þeim deilum og bardögum með þeim Eiríki og Þorgesti, sem
gerðust út-af þessu.
Þaði virðist ekki geta verið neinum efa undirorpið, að sá, er setti sam-
an Ólafssögu og ritaði 220. kap. í henni, hafi skrifað hann blátt áfram upp
úr þessari sömu sögu, og að það sje hún, sem hann vitnar til sem sögu Ei-
ríks. Að sönnu skrifar hann ekki setningarnar upp óbreyttar orð fyrir orð,
en hann notar þó að mestu leyti sömu orðin, fellir dálítið úr á einum
stað, viðvíkjandi illdeilunum og vígaferlunum í Haukadal, sem leiddu
til þess, að Eiríkur varð að fara þaðan. Hann var nefnilega ekki að rita
eða skrifa upp sögu Eiríks, heldur Ólafssögu, en vildi skeyta sem
flestu inn í hana, er Ólafi kom við, og þar á meðal köflum úr sögu
Eiríks, vegna þess að Ólafur bað Leif, son Eiríks, boða kristni á
Grænlandi.
Ritari Ólafssögu hefir verið vel pennafær maður, og honum hef-
ir ekki fundizt ástæða til að þrælbinda sig svo við orðalagið í sögu
Eiríks, að hann mætti ekki leyfa sjer að breyta því lítið eitt til batn-
aðar; þess vegna ritar hann t. d. blátt áfram: »Réðst Eiríkr þá norðan
ok bjó á Eiríksstöðum hjá Vatshorni,« í stað þess, sem stendur í sögu
Eiríks í Hb.: »-------Eirikr--------bio a. Eirix. stodum sidan er.
Eirikr rez nordan þat er hia Vazhorni.« Og hann var það vel fróður,
að hann leyfði sjer að skjóta inn í frásögnina fáeinum upplýsingum,
setja viðurnefni Eiríks við nafn hans, benda óbeinlínis á ástæð-
una til þess, að þeir Þorvaldur urðu fyrst að sætta sig við búa norð-
0 Hjer er fylgt rithætti útgáfunnar (Kh. 1892—’96), sem er ritháttur sjálfs
handritsins, að kalla má. Sbr. ísl. fornr., IV. b., bls. 197—'98.