Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 30
24
ríða hana „flugreið" á 8—9 mínútum.1 * *) Nú er það vitanlegt, að þeir
Gunnar hafa farið eins hart og unnt var þennan spöl, sem óvinirnir
eltu þá, því að líf þeirra lá við. Enn eru það aðrir en höf., sem ern
að stytta hjer vegalengdir.
Þá er dr. E. Ó. Sv. í hálfgerðum vandræðum með Þorgeirsvað,
og segir, að þar sje „vandi úr að ráða“. „Eftir sögunni ætti steinninn
að vera í vaðinu“. Síðan upplýsir hann í neðanmálsgrein, að Jón Guð-
mundsson á Ægissíðu, sem var fæddur og uppalinn á Keldum, segf
að steinn þessi — sem Njála segir, að lík Þorgeirs Otkelssonar í
Kirkjubæ hafi festst á, er Gunnar á Hlíðarenda kastaði því af at-
geirnum út á Rangá — sé enn „fastur í vaðinu“, og bætir þessu við:
„Af þessu sést, að varlega er ályktandi af mjög smárri ónákvæmni,
að sagnaritarar hafi aldrei séð staðina“. Hjer er jeg honum alveg sam-
mála. En annars væri það ekkert undarlegt, þótt Itangá hefði hreyft.
steininn á liðnum 6—7 öldum. Það er fjarstæða, að krefjast þess,
að allt líti nú út eins og þegar Njála var skráð, og kenna svo höf. um
það, sem á milli ber.
Dr. E. Ó. Sv. þykir ferðalag Skarphjeðins og Högna,
'Oddi. er þejr fara ag hefna Gunnars á Hlíðarenda, „ósenni-
n 'S^llÍn®Ur‘ legt“. „Leiðin er“, segir hann, „Oddi—Þríhyrningur
—Hof, en kalla má, að bein leið væri: Oddi—Hof—
Þríhyrningur. Er afstaða Odda í þoku?“ Um þetta vill hann þó ekk-
ert „fullyrða“, en sýnilega er hér framhald af þeim rauða þræði,
sem hann er alltaf að spinna, að gera staðþekking höf. í Rangárþingi
tortryggilega.
Nú skýrir sagan í raun og veru alveg skýrt frá því, af hverju
þeir fóru frá Odda í Þríhyrning og síðast að Hofi. Þeir ætluðu sjer
að vera búnir að vega Hróald, son Geirs goða, sem staddur var f
Odda — og hrósaði sjer af því, að hann hefði veitt Gunnari bana-
sár — og feðgana undir Þríhyrningi, Starkað og Þorgeir, áður en
þeir hittu Mörð á Hofi. Það verður ekki sjeð, að þeir hafi haft í
hyggj u að vega Mörð, hefðu líka gert það, ef það hefði verið ætlun
þeirra, en þeir ætluðu sjer að hræða hann og kúga til að selja Högna.
sjálfdæmi um vígin, sem þeir höfðu vegið um nóttina. En Skarphjeð-
inn ljet Mörð vita, að hann skyldi fara „slíka för“, sem þeir vegnu,
ef hann vildi ekki selja sjálfdæmið. Að þeir Skarphjeðinn koma síð-
1) Hjer til samanburðar má geta þess, að hestar í „þolhlaupi“ á kapp-
reiðum hjer, hafa hlaupið 2100 metra á 3 mín. 46 sek. — 3 mín. 53 sek. Þá má
og geta þess, að Jón Kaldal hefir hlaupið 3 km. á 9 mín. 1,5 sek.