Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 61

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 61
Svar við aðfinnslum. I. Gagnrýni almenns eðlis. Hér að framan hefur A. J. Johnson1) ritað um staðháttalýsingar í Njálu og þann kafla bókar minnar um söguna („Um Njálu I“), sem fjallar um þetta efni.2) Við þessa ritgerð sýnist mér vera heldur en ekki margt að athuga, og get ég ekki látið hjá líða að benda á sumt af því. Hér kennir greinilega stefnu, sem ekki mundi verða til bóta í íslenzkum sagnavísindum, ef hún fengi að vera óáreitt, og mun ég brátt koma að því nánar. Hér við bætist, að A. J. J. flytur mál sitt af miklu kappi, svo miklu, að honum skýzt stundum yfir það, sem er fyrsta skylda í öllum fræðilegum umræðum: að fara skilyrðislaust rétt með orð andstæðinga sinna. Þessum hörðu orðum mínum mun ég finna stað síðar í þessu andsvari. Þetta og enn aðrir annmarkar á fræðimennsku A. J. J. gætu latt mann að hafa fyrir að svara, en þar sem ritgerðin er tekin upp í Árbók Fornleifafélagsins og henni þannig sýndur nokkur sómi, kynni að vera, að einhver, sem ekki þekkti rit mitt, léti glepjast af henni; þótti mér því viðsjárvert að láta henni ósvarað. Ég vil þá um leið grípa tækifærið að svara grein Skúla Guð- mundssonar: „Athugasemdir við bók drs. Einars Ól. Sveinssonar, Um Njálu I“, sem birtist í Árbók Fornleifafélagsins síðastliðið ár. Margt er kynlega líkt í báðum þessum greinum, en þar sem rök- semdir Skúla Guðmundssonar3) eru yfirleitt veigaminni, gef ég mig minna að hans grein, nema þar sem hún hefur eitthvað fram yfir. Annars vil ég taka það fram, að málaflutningur hans er í alla staði 1) Nafn hans hér á eftir skammstafað A. J. J. 2) Ritstjóri Árbókarinnar hefur gefið mér kost á að svara þessari grein þegar í sama hefti, og kann ég honum þakkir fyrir. Sama vænti ég félags- menn geri, þar sem þeir fá þessar umræður í einu og þurfa ekki að bíða, ef til vill árum saman, eftir svari. 3) Skammstafað hér á eftir Sk. G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.