Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 2
6
sem þessu líður, hafa íslenzkir alþýðumenn með þessu starfi enn
unnið íslenzkum fræðum mikið og þarflegt verk, sem þeim mun
seint verða fullþakkað. Ornefnaskrárnar munu, þegar frá líður, verða
mörgum fræðigreinum að miklum notum. Fyrst er þó um að gera að
heimta í hlöðurnar öll örnefnin, sem hægt er að ná í, og það sem
bráðast, því að víða vilja nú gömlu örnefnin týnast niður. Svo erofl
vont að vinna úr söfnunum, áður en komið er saman allt, sem von
er á, og leiðinlegt væri að þurfa þess vegna að Iáta söfnin, sem þegar
eru komin, sum fyrir 15 árum eða fyrr, ennþá liggja nærri því óhag-
nýtt, svo að mörgum árum skiptir. Eg vona, að það verði Ijóst einnig
á þessum greinargerðarstúf, hve nauðsynin er mikil að halda söfnun-
inni áfram af öllu magni.
Þó að í þeim þremur sýslum, sem hér skal talað um, hafi verið
safnað mun meira en víðast annarstaðar, þá vantar þó mikið á, að
láta megi duga. Þeim Samúel Eggertssyni og Jóhanni Hjaltasyni hef-
ur ekki enzt tími eða afl til þess að skrá örnefni allra sveita, enda mun
það vera ofætlun einstökum mönnum, sem verða að vinna að þessu
í hjáverkum, að safna bæ frá bæ í heilli sýslu eða jafnvel tveimur
sýslum. í Barðastrandarsýslu eru eftir tvær eyður. Önnur tekur yfir
Gufudals-, Flateyjar- og mestan hluta Múlahrepps, hin yfir vesturhluta
Rauðasandshrepps. I ísafjarðarsýslu eru eyðurnar fjórar. Ein nær
yfir alla vestursýsluna að undanskildum Suðureyrarhrepp (Súganda-
firði), og auk hennar Hóls-, Eyrar- og Súðavíkurhrepp, önnur yfir
mestan hluta Nauteyrarhrepps, sú þriðja yfir vesturhluta Grunna-
víkurhrepps og fjórða eyðan yfir Sléttuhrepp. I Strandasýslu vantar
aðallega mestallan Kaldrananeshrepp. Auk þess eru í henni fjórar
eða fimm smáeyður. Eyðurnar hamla mjög rannsóknum og athug-
unum þeim, sem hér skal greina frá, þó að þær séu varla kallandi
annað en tilraun. Verst er, hve lítið er komið úr öllum vesturhluta
Isafjarðarsýslu, frá sýslumótunum í Arnarfirði að Hestfirði í Djúpi.
Svo þykir mér og vont, að Sléttuhreppinn vantar, sem nær yfir mik-
inn hluta Hornstranda. Þar er von á mjög gömlum og merkilegum
nöfnum, en langflestir bæirnir eru þar komnir í eyði, svo að erfitt
mun veitast að ná í örnefni þessa kjálka. Það er þó nokkur bót í máli,
að á uppdrætti herforingjaráðsins hafa verið tekin upp allmörg horn-
strenzk örnefni, miklu fleiri en almennt er gert á þessum kortum.
Eg hef reynt að hagnýta mér þessa uppdrætti eftir föngum. Auk
þeirra hafði eg til hliðsjónar og samanburðar ýmsar aðrar heimildir,
bæði fornar og nýjar.