Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 5
9
Annað, en miklu sjaldgæfara nafn á eldhraunum, er bruni, valið
vitaskuld af því, að hraunið er talið hafa brunnið. Samt er bruni
einnig haft um staði, þar sem ekkert eldhraun er nálægt. Þannig er
meðal annars þar, sem Bruni er kallað á norðvesturlandi (sjá að
framan). Víðast er ekki ljóst, við hvaða staðhætti nafnið er bundið.
Þó segir á Laugalandi á Langadalsströnd, að Bruninn sé slægjuland,
en á Hofstöðum í Þorskafirði, að hann sé eintóm sandskriða. Þor-
valdur Thoroddsen segir um Brunana hjá Kleifum í Gilsfirði, að
þar séu urðaröldur, stórgrýti og hellur, mosaflár og pollar (Ferða-
bók II, bls. 45). Þar sem á hinn bóginn slægjuland er kallað sama
nafni, er ólíklegt, að bruni hafi verið fært frá eldhraunum yfir á
aðrar urðir. Eg hygg miklu frekar, að orðið hafi þar vestra og víðar
upprunalega merkt svæði, þar sem skógur var eyddur með eldi, svo
sem Sigurður Þórarinsson hefur bent á að víðsvegar var gert í forn-
öld. Þetta hlýtur víða að hafa haft í för með sér uppblástur og aðrar
eyðileggingar, svo að bruninn varð að hrjóstrugu og gróðursnauðu
svæði. En hins vegar gat úr slíkum brunum á öðrum stöðum orðið
gott beiti- eða slægjuland.
Annað örnefnaorð, sem mjög hefur breytt um merkingu í
stórum hlutum landsins, er heiði. Orðið merkti í upphafi gróður-
lítið land utan byggðarinnar, en varð á íslandi almennast nafn
á fjalllendi, svo framarlega sem þar er fjárbeit. í sumum hér-
uðum (til dæmis í Húnavatnsþingi) er heiði þó orðið hið sama og
afréttarland sérhvers upprekstrarfélags, hvernig sem landslagið er.
Þar sem mætast afréttir Víðdælinga og Vatnsdælinga, er kallað
Heiðamótaás, þó að hann sé á miðri heiðinni eftir almennri málvenju.
En þar sem eru alls engar heiðar, eru víða fjallvegirnir, eða þá fjöll-
in sjálf, sem farið var yfir, almennt kölluð heiðar nafni, þó að þar sé
hvergi stingandi strá, eða þar sé aðeins fjallsegg eða skarð, sem farið
er yfir. Þannig er og á næstum öllu norðvesturlandi.
í áðurgreindum dæmum er það ljóst, að merking orðanna hefur
breytzt í sambandi við breytta staðhætti. Nú skal nefna nokkur dæmi,
þar sem ber lítið eða ekkert á slíku sambandi.
I Súgandafirði (og líklega nokkuð víðar) eru dældir, sem ár renna
eftir nærri ósnum, þar sem komið er út fyrir dalina, sem þær falla
eftir, sumstaðar kallaðir árdalir. Aftur á móti eru á austanverðum
Hornströndum margar smáár og lækir, sem falla úr hlíðunum, kölluð
ár, en árnar, sem renna um slétt undirlendið, ósar, og ósar þeirra
k j a f t a r (óskjaftar).