Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 6
10
A einkennilegan hátt hefur í mestum hluta norðvesturskagans og
víðar fyrir vestan, að minnsta kosti allt suður á Mýrar, færzt til
merkingu orðsins g i 1. Þessu nafni heitir þar víðast hvar fyrst og
fremst sjálfur lækurinn, er fellur eftir gili, eða þá hvort tveggja, lækur-
inn og gilið. Annars er þar gilið sjálft kallað gIjúfur. Víða má í ör-
nefnaskránum lesa um gil, sem falla í einhverjar ár eða renna eftir
gijúfrum, frá giljagljúfrum og gilósum. I landi Munaðstungu í Reyk-
hólasveit fellur Svartagil eftir Svörtugljúfrum. í landi Bæjar í Króks-
firði er kallað Svartagilsgljúfur. Gil er skylt orðinu geil, og er því eng-
inn vafi, að hin almenna merking orðsins er upprunaleg. Enda má
sjá hina merkinguna ryðja sér til rúms á 13. eða 14. öld. Þar sem
hét Geithúslœkr í elzta máldaga Gufudalskirkju (um 1238), heitir
seinna meir Geithúsgil (sjá Fornbréfasafn I, bls. 521). Yngri merk-
ingin, sem hér er rætt um, sýnist þó aldrei hafa orðið einráð og lítið
náð norður fyrir Langadalsströnd og Árnessveit. Ymislegt bendir til
þess, að hin almenna merking sé nú að ryðja sér aftur til rúms.
Bæjarlækurinn heitir þar vestra á mörgum stöðum Bœjargil, en
víðast þó Bcejarlcekur eins og almennt í öðrum landshlutum, því að
þeir lækir, sem renna milli lágra bakka eða eftir sléttum velli, hafa
haldið lækjar-nafninu, og því vill það til, að um tún sumra bæja
renna bæði Bœjarlœkur og Bœjargil. Þar eð bakkalág vatnsföll vilja
kvíslast mjög, er lœkjarnafnið allvíða notað einnig um allt svæðið,
sem lækirnir kvíslast um.
2.
Þá skal víkja nokkuð að aldri örnefnanna. Það er vitaskuld um
að gera að fá sem bezta vitneskju um hann. En beinar heimildir fyrir
honum eru strjálar og aðrar leiðir torfærar og flóknar, og verður það
mikið verk að leysa úr þessu máli. Það mun varla verða hægt að
tína saman allar eldri heimildirnar og hafa þær til samanburðar við
núlifandi örnefni nema úr sveit og sveit, því að þær eru flestar dreifð-
ar mjög og margar eða flestar óprentaðar. Þar sem heimildir frá mið-
öldum eru til samanburðar, kemur víðast í ljós, að aðeins örlítill
hluti nafnanna hefur varðveitzt óbreyttur gegnum margar aldir. Jafn-
vel í örnefnaskránum sjálfum og á uppdráttum herforingjaráðsins,
sem eru á svipuðum aldri, eru mörg dæmi þess, að nöfn eru nokkuð
á reiki. Nokkur þeirra munu verða nefnd síðar. Það eru því lítil lík-
indi til þess, að mikill hluti örnefnanna, sem nú verða skráð, sé til
oiðinn þegar á miðöldum. En þó það sé ekki nema 20. hvert nafn,