Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 8
12
Barðastrandarsýslu), og má á þessu sjá, að sjálfir smáblettirnir,
þar sem torfið var grafið, hafa, þegar frá leið, sízt af öllu getað haldið
nöfnum sínum.
I stað lýsingarorðsins mikill hefur við myndun bæði örnefna og
bæjarnafna, eins og á mörgum öðrum sviðum, snemma komið stór,
og mikill er orðið sjaldséð í báðum nafnaflokkunum. Þó taldi eg 13
slík örnefni á norðvesturkjálkanum. Af þeim eru 5 Mikludalir, 1
Miklavatn og 1 Miklagil (stórt vatnsfall upp af Hrútafirði), sem öll
má telja með meiriháttar nöfnunum, en auk þeirra þó 6 önnur nöfn,
sem virðast vera lítilsháttar. Þau eru Miklagras, Miklihjalli, Mikla-
holt, Miklutœr og tvennar Miklumýrar. Að öllum líkindum eru þessi
nöfn einnig mjög gömul, að undanteknu þó Miklagrasi, sem líklega
er slægju- eða hagablettur, þar sem sprettur mikið gras. Eg hef því
miður vanrækt að skrifa upp úr skránum einnig öll sfór-nöfn, meðan
eg átti kost á því, og get því aðeins bent á það, að á uppdráttum
herforingjaráðsins eru merktir á svæði þessarar greinargerðar 5
Mikludalir, en enginn Stóridalur, nema þá Stóri-Laugardalur í Tálkna-
firði. En hann er ekki dalur, heldur bær. Þar er aðeins einn dalur-
urinn, en samnefnda bænum var skipt í tvennt, og heita býlin Stóri-
og Litli-Laugardalur. En þar sem tveir dalir eru aðgreindir með þessu
móti, heitir Miklidalur og Litlidalur. Af þessu má leiða, að dalirnir
muni hafa hlotið nöfn sín fyrr en Laugardalsbænum var skipt eða
almennt fór að tíðkast að aðgreina bæi með þessum hætti. Það ligg-
ur í augum uppi, að þannig mun vera hægt að ráða mikið um aldur
margra nafna, þegar nafnavenjur fyrri alda eru teknar til samanburð-
ar og gætilega er farið að.
Annað orð, sem orðið er úrelt, að minnsta kosti í myndun örnefna,
er h j ö r ð. Hjarðar-nöfn eru fágæt. Eg fann á norðvesturskaganum
aðeins 5, og eru þau öll meiriháttar örnefni. Þar eru 3 Hjarðardalir
(í Dýrafirði og í Önundarfirði — í hvorumtveggja dal eru tveir sam-
nefndir bæir — og í Króksfirði), 1 HjarSarnes (í Þverfjörðum) og
1 HjarSarfell (á mótum Stranda- og Dalasýslu). Árni Magnússon
kallar þar að auki HjarSardal í landi Þernuvíkur í Ögursveit (Jarða-
bók VII, bls. 203), en hann er nú kallaður Þernuvíkurdalur. Hann
er lítill og fékk ekki haldið hinu gamla nafni sínu.
Sem þriðja dæmi tek eg orðið reykur. Hverirnir voru á íslandi í
upphafi kallaðir annaðhvort reykur eða laug, en reykur mun fljótt
hafa lagzt niður aftur. Seinna bættist svo við hver. Langflest reyk-
nöfn, sem hafa haldizt, eru annaðhvort nöfn gamalla bæja ellegar