Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Síða 9
13
nöfn fjarða, víka, nesja og dala eða þvíumlíks. Hver er orðið marg-
falt tíðara í örnefnunum, en þó langmest í nöfnunum á hverunum
sjálfum eða á stöðum í næstu nánd við þá, sem lítið kveður að.
Þessu er samfara, að mörg reyk-nöln eru nefnd í heimildum fyrir
árið 1400, er hoer-nöfn engin. Um þetta hef eg ritað nokkuð ítar-
lega í sænska tímaritinu Namn och bygd (33, 1945, bls. 171—
195). Sum vestfirzk reyk-nöin eru þó tengd við staði, sem virðast
vera þýðingarlitlir. Þau eru Einireykir, hverir í Reykhóla landi, Reyk-
ey, lítil eyja skammt frá Hergilsey, Reykjagil í landi Norðurbotns í
Tálknafirði, Reykjahlí<5 í Reykjarfirði (í Suðurfjörðum), Reykhóll í
Mosdal, Reykir, laugar í Laugardal (í Ogursveit) og Reykjadalur,
lítill dalur hjá Laugalandi á Langadalsströnd. Það má búast við því,
að sumir þessara staða séu ekki eins ómerkilegir og þeir sýnast, og
það mun vera þess vert að athuga þá betur. Hjá Reykjum í Laugar-
dal þarf ekki að leita lengi. Þar kvað vera miklar tóftir og fornlegar,
þar mun því fyrrum hafa staðið bær, sem kallaður var þessu nafni.
Annars munu hverastaðir einatt hafa þótt mörgum öðrum stöðum
merkilegri, og nöfn þeirra því varðveitzt betur.
Góð dæmi þess, sem nú var talað um, eru og myndirnar norð
og sunn í staðinn fyrir norður og suður. Þær eru gamlar. Styttri
myndirnar eru fyrir löngu horfnar úr mæltu máli, en hafa varð-
veitzt í mörgum örnefnum. Svipað er með ausf og vest í staðinn
fyrir austur og vestur, svc sem Austfirðir og Vestfir&ir. Þessar myndir
sýnast þó ekki lifa í vestfirzkum örnefnum nema sjálfu nafni Vést-
fjarða. En norð- og sunn-nöfn eru þar allmörg, en þó, svo langt sem
heimildir mínar ná, aðeins í Vestfjörðunum sjálfum og á Hornströnd-
um, og sérstaklega í Strandasýslu. Þar ber aftur langmest á nöfnum
dala. Eg tók eftir 9 Norðdölum og 7 Sunndölum — nöfnin eru þó
sumstaðar stöfuð Nordalur og Sunddalur — ásamt ýmsum nöfn-
um, sem dregin eru af þeim, svo sem Nor&dalsmúli og Sunndalsá.
Svo eru þar og Norðfjall, Norðgil og Norðhlíð, Sunnfjall, Sunnhlíð,
Sunnhvilft og Sunnnes. Þetta eru allt nöfn, sem munu vera á vörum
margra manna.
Elztu nöfn á landamerkjum munu vera deild, merki og mót.
Deild virðist þó ekki hafa verið notað í þessari merkingu á seinni
öldum. Hvar sem það er haft í örnefnum, má telja það nokkurn-
veginn víst, að séu gömul merki. Eg fann slík nöfn þar vestra
á 15 stöðum. Landamerkjanöfn höfðu, þó að þar hafi ekki verið
annað en smálækir eða holt, tiltölulega góð skilyrði til þess að hald-
ast lengi, af því það voru einatt tveir bæir, sem áttu hlut að, og hver