Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 10

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 10
14 sem tók við ábúðinni, mátti til að láta segja sér til merkjanna. Seinna meir voru landamerkin helzt kölluð mark, merki og landamerki, en mark mun víðast hvar hafa fallið niður aftur. Eg verð að láta þetta duga, en skal þó aðeins nefna nokkur önnur orð af sama tæi. Þar er látur, meðaí-, mörk ,,skóglendi“, ríp, scetur „seljaland“, vangur og að líkindum hrís og margt annað. Af því, sem nú var skýrt frá, held eg að megi leiða tvennt, í fyrra lagi, að fæst örnefni, sem eru notuð næstum eingöngu innan ein- stakra jarða, munu vera búin að lifa langan aldur, og í öðru lagi, að nöfn svo sem Miklamýri og Reykhóll munu að öllum líkindum vera frá miðöldum, þó að þau sýnist tilheyra þeim nafnaflokki, sem nú var greint frá. Það verður því að hafa mikla varúð við, þegar dæma á um örnefni út frá þessu. Það verður meðal annars að gæta þess, að fá orð munu hafa úrelzt í öllum fjórðungum á sömu öld, og þess vegna að athuga hvern landshluta eða jafnvel hverja byggð út af fyrir sig. Þess þarf einna mest, þegar beita á þessari aðferð til þess að sjá gleggra, hvenær sumar gamlar atvinnugreinir muni hafa lagzt niður, svo sem rauðablástur, svína- og geitarækt, viðarkolagerð eða kornyrkja. Eg tel það öruggt, að rannsókn örnefnanna geti orðið að miklum fróðleiksauka um ýmislegt slíkt. Líkt og menn munu ekki hafa alstaðar hætt um sama leyti að nota orð, sem úreltust, hafa þeir og tæplega byrjað að nota ný- mynduð orð í öllum landshornum í senn, heldur munu flest ný orð hafa verið nokkuð lengi að dreifast frá átthögum sínum um öll útnes. Sama máli gegnir með fjölda samsettra nafna, sem auðsætt er, að ekki hafa verið mynduð í mörg skipti og á mörgum stöðum, heldur aðeins á einum stað eða ef til vill tveimur eða þremur og þaðan breiðzt út, af því landsmönnum þóttu þau vel fallin. Eg á ekki við algeng nöfn, sem um leið eru notuð sem sameiginleg heiti, svo sem Einstigi, ForvaSi, Nátthagi, Ófcera og Sjónarhóll, því að þau hafa tæplega breiðzt út sem örnefni, heldur á ég við nöfn svo sem Brimnes, Búrfell, Kaldbakur og SvalbarS. Búrfell er gamalt fjallsnafn og mun vera hið algengasta á öllu landinu. Á norðvesturskaganum eru að minnsta kosti 10 eða 12 fjöll, sem svo heita. Gamalt nafn og dreift um allt landið erogArnarbæli eða Arnarbýli. Þar sem það hlýtur að vera gamalt þar vestra, hét það Arnarbýli (Arnarbýlisdalur bæði á Barðaströnd og í Dýrafirði, þar sem nú heitir Kirkjubólsdalur), en annars Arnarbceli eins og almennt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.