Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Page 32
36
í hvaða mæli slíkar styttar nafnamyndir eru orðnar að reglulegum
nöfnum, svo að eldri myndirnar hafa alveg fallið niður, er erfitt að
komast að og dæma um, því að á hinn bóginn hafa mörg bæjarnöfn
orðið fyrir lengingum, og víða sýnist varla hægt að skera úr því,
hvor myndin muni vera eldri, sú Iengri eða sú styttri.
Lengd hafa nöfn bæja verið mestmegnis með því að skeyta ein-
hverjum lið framan við þau. Þetta mun að vísu nærri því ætíð hafa
verið gert í aðgreiningar skyni, en ekki til þess að greina bæina frá
þeim stöðum, sem báru nöfn þeirra áður, heldur frá öðrum sam-
nefndum bæjum. Þetta er greinilegast þar, sem um er að ræða tvo
eða fleiri nágrannabæi, sem kenndir eru við sama stað og þurfa
því einhverrar aðgreiningar við. Orsökin er víðast skipting á stærri
jörð, svo að nýju býlin héldu nafni hennar. Eg á við nöfn svo sem
Neðri- og Efri-Vaöall á Barðaströnd, Stóri- og Litli-Laugardalur í
Tálknafirði, Innri- og Ytri-VeÖrará í Önundarfirði og Meiri- og Minni-
Avík í Arnessveit. Aðgreining býlanna sín í milli er hér allsstaðar
um leið aðgreining þeirra frá vaðlinum, dalnum, ánni og víkinni,
sem þau hafa fengið nöfnin frá.
Víðar virðast þó bæjarnöfn vera lengd til þess að greina bæina
frá samnefndum bæjum, sem liggja nokkru fjær og draga nafnið
ekki af sama staðnum. Þannig er til dæmis með Tungugröf og MiS-
dalsgröf í Steingrímsfirði. Hvorugt nafnið hefur getað verið örnefni,
því að Tungugröf liggur í engri tungu, og menn eru ekki vanir að
kenna grafir, það er smáskorninga, við stóra dali, svo sem er Mið-
dalurinn. Báðir bæirnir munu í upphafi hafa heitið í Gröf, en svo
verið aðgreindir, því að skammt er á milli þeirra. Tungugröf merkir
bærinn Gröf í Tungudal, það er Tröllatungudal, eða Grafarbærinn,
sem var eign Tröllatungukirkju, en MiSdalsgröf er bærinn Gröf í
Miðdal. Tungugröf er í máldaga Tröllatungukirkju frá árinu 1317
kölluð Litla-Gröf (Fornbréfasafn II, bls. 408). Það sýnir, að að-
greiningin hefur í fyrstunni verið gerð með öðru móti. Bæirnir í
Patreksfirði og Tálknafirði, sem báðir eru almennt kallaðir Botn,
eru þó taldir heita réttu nafni Vesturbotn og NorSurbotn, vitaskuld
til þess að greina hvorn frá öðrum, því að ekki er langt á milli þeirra.
Fjarðarbotnarnir sjálfir hafa tæplega verið aðgreindir á þenna hátt.
Margir eru bæirnir þar vestra, sem heita eða hétu Eyri, svo ekki var
þar vanþörf á aðgreiningu, enda virðist nafnið víða hafa verið lengt.
Þannig er með Rafnseyri í Arnarfirði, Sveinseyri í Dýrafirði og
Óspakseyri í Bitru, en sennilega líka með Bíldudalseyri og Hrafns-