Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Qupperneq 36
40
mynduð fyrr en í lok miðalda. Þessvegna koma og eldri nöfnin víða
fram í heimildunum. Á norðvesturlandi er þannig ástatt með Fífu-
staðadal og Bakkadal í Arnarfjarðardölum, sém áður hétu Kolmúla-
dalur og Feitsdalur (Feigsdalur), Kirkjubólsdal í Dýrafirði, fyrrum
Arnarbýlisdalur, Hesteyrarfjörö, sem hét áður Norðfjörður, og Stað-
ardal í Steingrímsfirði, sem hefur heitið Ljótárdalur eða Ljótardalur.
Þar sem nú heitir Þernuvíkurdalur hjá Þernuvík í Ogursveit, hefur
verið kallað Hjarðardalur, en Hjarðarnesið í Þverfjörðum var um
tíma jafnframt kallað Haugsnes, eftir bænum Haugi (Auðshaugi).
Að lokum vil eg ítreka bónina til allra þeirra, sem þess eru um-
komnir, að styðja að því eftir megni, að skrásetning örnefna verði
fullgerð um allt landið. Þar eð eg á heima fjarri íslandi, en mér
þætti þó leitt að verða að hverfa frá þessum rannsóknum, bið eg
ennfremur um, að senda mér — til Kiel í Þýzkalandi, Nordisches
Institut der Universitát — upplýsingar um allskonar örnefni og litlar
nafnaskrár, úr hvaða hluta lands sem vera vill. Eg mun verða feginn
öllu, sem að þessu lýtur, og afhenda seinna meir allt, sem mér verð-
ur sent, Fornleifafélagi Islands.
Stjórn Fornleifafélagsins vill taka undir þessi hvatningarorð próf. Hans
Kuhn um örnefnaskráningu. Heimilisfang hans er Feldstrasse 108, Kiel.
Örnefnasöfn má einnig senda beint til Fornleifafélagsins, Reykjavík, og
munu þau verða fræðimönnum frjáls til afnota þar. Ritstj.