Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 38

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 38
42 Vegna hinna miklu kosta þess er eigi undarlegt, að menn hafa snemma komizt upp á að hagnýta það til ýmissa þarfa, í sökkur, kljásteina, potta, lampa, deiglur, snældusnúða og síðast en ekki sízt til bygginga. Þannig er t. d. Þrándheims dómkirkja nær eingöngu af klébergi. A miðöldum notuðu hinir íslenzk-ættuðu Grænlendingar kléberg heimafengið í mjög ríkum mæli, eins og uppgreftir Dana á Grænlandi votta. Á íslandi er kléberg ekki til í náttúrunnnar ríki1) og hlýtur því að vera um innflutning að ræða, er við rekumst á klébergsgripi hér, en þeir eru nú orðnir allmargir, eins og nánar verður sýnt í þessari grein. Kléberg er yfirleitt ærið mismunandi að gæðum og litur þess af ýmsum tilbrigðum, en drottnandi litur er grár. íslenzku klébergs- gripirnir eru margvíslegir bæði að lit, hörku og áferð, efnið er ljóst eða dökkt, stundum grænleitt eða blágrátt, slétt eða hrjúft, hart eða mjúkt eða mishart, þannig að í steinunum eru harðir, oftast gulir eitlar, sem stinga í stúf við hinn mjúka, gráa stein, sem þeir eru í. Ekki hefur verið gerð steinfræðileg rannsókn á hinum íslenzku klé- bergsgripum, en öll rök hníga að því, að þeir séu úr norsku klébergi. Áður en lengra er farið, þykir rétt að skýra og afsaka nafnið klé- berg. Þetta orð er ekki lifandi í íslenzku og kemur ekki heldur fyrir í fornritunum. Ekkert sérstakt heiti hefur steintegund sú, sem um er að ræða, í tungunni annað en tálgusteinn, en það er jöfnum höndum notað um ýmsar tegundir innlendra, mjúkra steina.2) En norska orðið kleber eða klebersten er eflaust afbökun úr kléberg, og hafa því Norðmenn kallað stein þennan svo áður fyrr. I norrænu mállýzkunni á Hjaltlandi heitir hann kleberg eða kleber, og mun orðið því hafa verið lifandi í norsku á víkingaöld, er Hjaltland byggðist af Noregi. I íklega hefur það einnig lifað á vörum landnámsmanna íslands, enda til sem örnefni, Kléberg á Kjalarnesi og ef til vill víðar, þótt mér sé ekki kunnugt. Orðið hefur líklega dáið út í íslenzku, af því að berg- tegundin var ekki til á íslandi, en lifað í hjaltlenzku, af því að á 1) Fyrir þessu hef ég orð Tómasar Tryggvasonar jarðfræðings, og mun ekkert mark takandi á þeim ummælum Sigurðar Vigfússonar í Skýrslu um Forngripasafn II, bls. 5, að kléberg (steatit) fáist hér á landi hingað og þangað í fjöllum, þar sem magnesía er. 2) Orðið „tálgugrjót“ kemur fyrir í fornu máli (Fcrnmanna sögur V, bls. 215) og virðist þar munu merkja kléberg. I Grænlar.dslýsingu ívars Bárðarsonar er grænlenzka klébergið nefnt thelliesteen og iellijge stien, sem líklega á rót sína að rekja til telgisteinn eða tálgusteinn í norræna frumtextanum. Det gamle Grönlands beskrivelse af ívar Bárðarson, útg. Finnur Jónsson Kbh. 1930, bls. 54).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.