Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 39
43
Hjaltlandi finnst kléberg í náttúrunnar ríki. Þykir rétt að taka orðið
aftur upp í íslenzku.
Fyrri hluti orðsins er kléi (ef. kljá, flt. kljár), kljásteinn, steinn
til að hengja neðan í uppistöðu í vef og halda henni strengdri;
hefur klébergið þótt hentugt í þessa steina og þess vegna dregið nafn
af þeim.
í skrá þeirri, sem hér fer á eftir, er upp talið allt það kléberg, sem
til er hér á Þjóðminjasafninu. Hins vegar hefur ekki verið leitað eftir
rituðum heimildum um klébergsfundi hér á landi, og kunna þær þó
að vera til.1) En varla yrði svo vel leitað, að ekki kynni 'einhvers
staðar að leynast frétt eða frásögn af slíkum fundi, og hefur því þótt
rétt að binda sig eingöngu við safnið hér, enda þeir fundir svo margir,
að hið almenna hlýtur að mega af því ráða. I skránni er notað orðið
grýta um potta úr klébergi, en eins hefði mátt nota orðið ketill
eða steinketill. Öll þessi orð munu hafa verið notuð áður fyrr, en
grýta hefur í íslenzku fengið að nokkru óvirðulega merkingu, af því
að steinpottarnir hafa þótt verri og smærri en járnpottar, er þeir
urðu algengir. Hins vegar lifir grýta enn í skandinavísku málunum
og hefur orðið þar ríkjandi.
í skránni er byrjað austast í Rangárvallasýslu og haldið vestur og
kringum land. Innan hvers hrepps er farin sem næst boðleið. Getið
er fundarstaðar og gripunum lýst með fáum orðum. Stærð er greind
í millimetrum, lengd og breidd og þykkt, ef um pottbrot er að ræða,
(lengd — breidd X þykkt), en á snældusnúðunum þvermál X
þykkt). Aftan við hvern grip er greind safntala hans eða komudagur
hans til safnsins, ef gripurinn er ekki enn tölusettur.
Rangárvallasýsla.
1. Vorsabær gamli, Austur-Landeyjahr., blásið bæjarstæði, þar sem bær
mun hafa verið frá fornöld og fram á fyrri hluta 18. aldar, sbr. Árbók
1888—92, bls. 43, og Kálund: Isl. beskr. I, bls. 254: Snældusnúður
ljósgrár, hálfkúlulagaður, 36 X 18. Þjms. 7353. Kola blágrá, ekki heil,
því að á vantar um hálft blaðið og aftan af skaftinu; blaðið er 150
að 1., en mun hafa verið a. m. k. 20 lengri, 110 að br. að utanmáli,
20—28 að hæð, skálin 12 að dýpt með fláum börmum, virðist hafa
verið sporöskjulöguð og endað í totu fremst. Skaftið er flatt, 54 að
1) Þannig getur D. Bruun um grýtubrot úr klébergi frá Vík í Skaga-
firði, Fortidsminder og Nutidshjem, bls. 106.